Monthly Archives: June 2004

Ég kláraði að slá garðinn í gær!!

þvílíkur og annar eins dugnaður.. þrátt fyrir rigningu og blautt sítt gras þá dreif ég þetta af. mátti nú ekki bíða með þetta mikið lengur því m&p&e koma heim á morgunn 🙂 ég á að vísu eftir að raka smá því það var ekki alveg að ganga að hafa græjuna sem grasið á að fara í aftan á því það stíflaðist alltaf því grasið var svo blautt.. fattiði? Ég held ég bjóði mig ekki fram næst þegar þarf að slá grasið.. þetta var meira en nóg fyrir eitt sumar.

Það er annsi mikið búið að vera að gera hjá mér þessa helgi. Ég var í felti alla helgina að grafa jarðvegssnið.. í misjöfnum veðrum. brjálað að gera. mastersverkefnið mitt tók annsi krappa beygju og er nú allt annað en upphaflega var lagt af stað með. þetta er í endalausa hringi hjá mér.. ég er annsi þreytt eftir þessa helgi. Mamma, pabbi og Elías koma heim á miðvikudaginn.. sem þýðir að ég verð að fara að klára að slá garðinn!

Védís Helga átti afmæli á föstudaginn, 25. júní. til hamingju með afmælið elsku Helga, vonandi hafðir þú það gott á afmælisdaginn 🙂

Jæja…þá er maður á Hornafirði. Búinn að knúsa Heiðu hellings. Nú er ég að fara að keyra í 2 mánuði. Það verður ansi gaman að komast aðeins að rúnta um sveitirnar. Svo er fótboltinn búinn að hertaka allt sjónvarpsgláp. Seinustu leikir hafa verið ansi svakalegir. Þið vitið það svosem. Ef þið viljið sjá svaka góða mynd, tékkið þá á touching the void. Ansi svakaleg, sannsöguleg mynd. Segi ekki mikið meira, vil ekki skemma það fyrir ykkur. Förum í mat til Möttu og Hjálmars á eftir. Glápum á leikinn og svona. Bið að heilsa í bili.

Jæja, þá er ég búin að kjósa mér forseta. þetta var í fyrsta skipti sem að ég kýs svona utan kjörstaðar og var það bara nokkuð gaman. Páll sýslumaður var bara hress og sagði að þetta væri fullkomið hjá mér.. sagði að ég hefði greinilega kosið utan kjörstaðar áður.. sem ég hef samt ekki gert. hmm..? en allavega.. atkvæðið mitt er komið í póst.

Ég fattaði í gær hvað var að bögga sláttuvélina.. það er ekki að bögga hana lengur. ég kláraði að slá bakgarðinn í gær en þurfti að hætta því að boltinn var að byrja. úrslitin eru enn sem komið er eins og ég spáði og vonandi á það ekki eftir að breytast.. ég hugsa að ég klári að slá þegar ég kem heim á eftir.

Efst í huga þessa daganna (fyrir utan Pésa og vinnuna) er að sjálfsögðu EM í fótbolta. Ég held ég sé meira að segja búin að sjá alla leikina! sem er nokkuð gott finnst mér 🙂 Ég held að sjálfsögðu með Ítalíu og er búin að gera það annsi lengi.. síðan ég og Kolla byrjuðum að horfa á ítalska boltann saman fyrir svona 15-20 árum síðan. Hún heldur sko með Inter en ég held sko með Juve, enda eru þeir sko langbestir 😉 En allavega er ég sko búin að skemmta mér vel yfir boltanum og er mjög spennt yfir framhaldinu.. Ég er mjög ánægð með úrslit gærdagsins. Gott að portúgalirnir komust áfram, enda hefði annað bara verið skammarlegt svona á heimavelli. Ég er líka mjög ánægð með Grikkina og auðvitað sérstaklega markmanninn Nikopolidis híhíhí 🙂 Ég spái því svo að England og Frakkland komist áfram í B riðli, Ítalía og Danmörk komist uppúr C riðli og Holland og Tékkland úr D riðli.. vonandi.

Í gær gerði ég heiðarlega tilraun til þess að slá garðinn. Hélt að þetta ætti nú ekki að vera mikið mál þar sem að mamma og pabbi eiga núna þessa líka fínu rafmagnssláttuvél. Mér hefur yfirleitt ekki gengið mjög vel að slá með þessum hefðbundnu bensínvélum sem þarf að toga í spotta til að setja í gang. þessvegna hélt ég nú að þetta yrði lítið mál í þetta skiptið.. svo var nú ekki.. ég komst nú ekki langt því þegar ég var búin að tæma grasdúnkinn tvisvar þá fór vélin bara ekki í gang aftur. ég sló EKKI í rafmagnssnúruna, ég gáði. Ég ætla að gera aðra tilraun á eftir og vonandi er sláttuvélin búin að gleyma því sem gerðist síðast.. vonandi. Ég vil taka það fram að blómin hennar mömmu eru ennþá öll lifandi, bæði inni og útiblóm (god forbid, 7-9-13)

Núna gerir maður ekki annað þessa dagana en að glápa á EM. Það er ágætt. Ekki að maður fylgist mikið með fótbolta. Mér finnst samt mjög gaman að horfa á vel spilaðan fótbolta og spennandi leiki. Sælla minninga nefni ég til dæmis England – Frakkland. Sögulegt dæmi. Svo er bara nóg að gera í vinnunni. Alltaf nóg að flytja. Ég var að skoða dagskrána fyrir stöð 2 í gær. Þar var myndin The transporter eða eins og hún var þýdd “Flytjandinn”. Fannst það soldið fyndið. Það væri nú spennandi að búa til mynd um trukkabílstjóra sem lendir í allskyns ævintýrum. Er það ekki? Mæli með sjálfum mér í aðalhlutverkið.

Usss….var að horfa á MTV Icon áðan og það var svona tribute þáttur um Metallicu. Sjitt….Rosalegur þáttur og svo í restina komu þeir á svið og spiluðu svona syrpu af lögum. Þvílíkt og annað eins maður!!! Ótrúlegt hvað þessir gaurar rokka. Magnaðir! Það er búið að vera voða gaman hjá okkur uppá síðkastið. Fórum í bústað til Kollu og Palla og þar var stuð. Kíktum svo í bíó á Harry Potter 3. Það var fjandi magnað. Svo eyddum við svolitlum tíma hérna heima að kúrast saman. Það var alveg meiriháttar. Svo bara tók vinnan við og nóg að gera þar eins og venjulega. Það held ég nú. Later…..

Jæja,

ég veit ég er alltaf að segja þetta, en nú er ég komin með nokkuð góða hugmynd fyrir þetta moððerfokkíngs mastersverkefni.. það komu hingað tveir skotar sem eru að vinna í doktorsverkefnum sínum hérna í sýslunni og viðfangsefnið er svipað og ég er með í huga, þeas loftslagsbreytingar og breytingar á jöklum og svoleiðis. Ég græddi helling á því að spjalla við þau og þau voru með margar góðar hugmyndir. merkilegt hvað maður getur stundum verið lost en eftir kanski 2mín samræður við einhvern annan sér maður ljósið. þetta er merkilegt. maður gjörsamlega sér ekki út fyrir kassann stundum. En þau eru semsagt búin að bjóða fram aðstoð sína og ég ætla pottþétt að þiggja hana.

um síðustu helgi þá skrapp ég í bæinn og í sumarbústað í miðhúsaskóg. þar hitti ég fyrir pésa sæta *roðn* kollu, palla og strákana. það var rosa stuð í bústaðnum og við horfðum á fótbolta, grilluðum, drukkum bjór, fórum í pottinn, spiluðum hægosa og borðuðum bústaðarbita.. alveg eins og á að gera í alvöru sumarbústaðarferðum. að vísu var rigning og rok eiginlega allan tímann, en hú kers.. þetta var meiriháttar. svo á sunnudagskvöldið fórum ég og pési sæti til reykjavíkur og sáum harry potter og fangann frá azkaban. svaka fín mynd.. sérstaklega fyrir harry potter aðdáendur eins og okkur 🙂 svo í gær kyssti ég pésa bless og brunaði í sveitasæluna.

Annars er allt fínt að frétta héðan úr sveitinni. ég er nú orðin einbúi, mamma og pabbi og elías eru flogin til portúgal ásamt hrafnhildi, birni girni og gríslingunum þeirra. þau fóru í dag. þau fljúga víst beint inn í óeirðir því það voru víst einhverjar fótboltabullur á Algarve með mikil ólæti síðustu nótt. einhverjir fúlir englendingar að sperra sig við lögregluna.. það þurfti bara að kalla til óeirðarlögregluna og hunda og alles.. eins gott að íslendingar töpuðu fyrir englendingum um daginn annas myndu þau kanski bara verða buffuð af fótboltabullum!! (god forbid.. 7-9-13) tapsára pakk.. en allavega, ég er einbúa kerling í stóru húsi sem er þakið kóngulóarvefjum.. ef ég væri aðeins eldri þá væri ég örugglega norn! ég er amk með nefið í það 🙂