Untitled

Efst í huga þessa daganna (fyrir utan Pésa og vinnuna) er að sjálfsögðu EM í fótbolta. Ég held ég sé meira að segja búin að sjá alla leikina! sem er nokkuð gott finnst mér 🙂 Ég held að sjálfsögðu með Ítalíu og er búin að gera það annsi lengi.. síðan ég og Kolla byrjuðum að horfa á ítalska boltann saman fyrir svona 15-20 árum síðan. Hún heldur sko með Inter en ég held sko með Juve, enda eru þeir sko langbestir 😉 En allavega er ég sko búin að skemmta mér vel yfir boltanum og er mjög spennt yfir framhaldinu.. Ég er mjög ánægð með úrslit gærdagsins. Gott að portúgalirnir komust áfram, enda hefði annað bara verið skammarlegt svona á heimavelli. Ég er líka mjög ánægð með Grikkina og auðvitað sérstaklega markmanninn Nikopolidis híhíhí 🙂 Ég spái því svo að England og Frakkland komist áfram í B riðli, Ítalía og Danmörk komist uppúr C riðli og Holland og Tékkland úr D riðli.. vonandi.

Í gær gerði ég heiðarlega tilraun til þess að slá garðinn. Hélt að þetta ætti nú ekki að vera mikið mál þar sem að mamma og pabbi eiga núna þessa líka fínu rafmagnssláttuvél. Mér hefur yfirleitt ekki gengið mjög vel að slá með þessum hefðbundnu bensínvélum sem þarf að toga í spotta til að setja í gang. þessvegna hélt ég nú að þetta yrði lítið mál í þetta skiptið.. svo var nú ekki.. ég komst nú ekki langt því þegar ég var búin að tæma grasdúnkinn tvisvar þá fór vélin bara ekki í gang aftur. ég sló EKKI í rafmagnssnúruna, ég gáði. Ég ætla að gera aðra tilraun á eftir og vonandi er sláttuvélin búin að gleyma því sem gerðist síðast.. vonandi. Ég vil taka það fram að blómin hennar mömmu eru ennþá öll lifandi, bæði inni og útiblóm (god forbid, 7-9-13)

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *