Monthly Archives: May 2008

Í gönguferð

 

 

Í gönguferð, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Pési var í skólanum svo við Glói fórum í gönguferð í góða veðrinu.  Við sáum kisu (í miðri myndatöku) sem Glóanum fanst mjög áhugaverð en hún vildi svo ekkert leika við hann.. Það var allt í lagi því það var rosa stuð að leika við fíflana. Hittum líka krakka. Einn hafði voða áhyggjur af því að Glói myndi taka hjólið hans. Hann trúði mér ekki þegar ég sagði honum að Glói kynni ekki að hjóla því vinur hans á sko kött sem kann að hjóla á hjóli sem er bara með einu hjóli.. 

Elsku Elías minn, til hamingju með afmælið enn og aftur og góða skemmtun í kvöld. Ég sakna þín gebba :*

Mega Toggi MegaMega Toggi Mega, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

Þorgrímur stóri litli bróðir minn, öðru nafni “Það er bannað að vera í boltaleik hérna inni”, á afmæli í dag!

Hann mun eyða deginum í að læra ekki fyrir próf og hangsa bara heima á náttbuxunum 🙂

Til hamingju elsku Toggi minn XXXXXXXXXXX