Monthly Archives: May 2009

Hér að neðan er texti..

Kúrbíturinn er við það að breytast í eitthvað myndablogg. Það má nú ekki gerast! Ég ætla að rembast við að halda þessari síðu uppi eins og ég best get.. enda ómögulegt að hafa ekki kúrbítinnsinn, alveg.

Í dag gerðist stórmerkilegur atburður. Litli drengurinn minn vaknaði með sína fyrstu tönn! Hægra megin við miðið í neðri góm. Pínkulítil og flott tönn gægist þar út. Magnað alveg. Ótrúlega skrítið að finna alltíeinu eitthvað hart í mjúka gómnum. Hann er alltaf að strjúka tungunni sinni yfir hana, finnst þetta greinilega eitthvað skrítið.

Hrafn Tjörvi kartöflukall

Annað merkilegt gerðist í dag. Litli drengurinn minn smakkaði kartöflu í fyrsta sinn (sjá mynd). Hann var ekkert sérlega hrifinn. Hann er reyndar ekkert sérlega hrifinn af neinu sem við höfum gefið honum að borða. Hann hefur fengið rísmjölsgraut. Fær nokkrar svoleiðis teskeiðar um kvöldmatarleitið. Eða við mokum uppí hann nokkrum teskeiðum en megnið af grautnum kemur út úr honum aftur. Svo hefur hann líka fengið epli. Honum finnst það held ég einna best. Hann hefur fengið það í hádeginu og  við höldum að það fari jafnvel svolítið af því ofan í maga!  Hann er mest í því að reyna að naga skeiðina, skálina, smekkinn og hendurnar á okkur þegar við erum að gefa honum enda er hann búinn að vera mjöööög pirraður í munninum í þessari tanntöku.

Jæja.. nú er hann vaknaður. Kominn tími á sopa hjá mömmu. Svo ætlum við að kíkja út í göngutúr í vagninum og taka voffalinginn með okkur. Hann á það sko inni greyið 🙂

NÝTT MYNDASÝSTEM !

Kæra fólk!

Nú hefur frúin verið að fikta enn á ný! Nýtt myndaalbúm hefur tekið við af bæði gamla myndaalbúminu og myndasíðunni hans Hrafns Tjörva. Allar myndir verða nú á sama stað ótrúlega þægilegt. Ég er nú þegar búin að setja allar myndirnar hans Hrafns Tjörva á nýja staðinn og til stendur að setja inn einhverjar gamlar myndir líka, þeas myndir frá lífinu fyrir Hrafn Tjörva.. já ótrúlegt en satt þá var hellings líf fyrir hans tíð 🙂

* Smellið á Myndaalbúmið hérna efst á síðunni.. einhverstaðar á leiðinni verður þú beðin/n um að stimpla inn lykilorð og eru þá góð ráð dýr 🙂

Bestu kveðjur, Frú Kúrbítur

——–

*Uppfært: Smellið á mynda hlekkinn hérna til hægri (undir kúrbítur púnktur net skástrik) og þið eruð á réttri leið . Ég setti inn eitt glæglænýtt myndaalbúm.. held ég sé búin að breyta í bili.