Category Archives: hreyfing

Reykjavíkurmaraþon 2011

Jæja, þá er ég búin aðskrá mig á hlaupastyrkur.is svo að hægt sé að heita á mig á laugardaginn eftir viku þegar ég ætla að hlaupa* 10km ásamt systkinum mínum og einhverjum afsprengjum þeirra.  Ef þið viljið heita á mig (sem ég efast ekki um að þið aleg iðið í skinninu að gera) þá skulið þið smella á linkinn fyrir neðan.

Við systkinin ætlum að hlaupa til styrktar Göngum saman. Rannsóknir á brjóstakrabbameini. Ástæðan fyrir því er sú að hún elsku mamma okkar stendur nú í hetjulegri baráttu við þennan alltof algenga sjúkdóm.

Endilega tékkið á þessu: http://hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2513 .. þetta verður rússssst!!!

*hlaupa = skokka, jafnvel skokka hægt, jafnvel skokka mjööög mjööööög hægt og jafnvel svo hægt að það borga sig jafnvel fyrir mig að skipta yfir í labb (sem ég jafnvel myndi þá gera) til þess að komast einhverntíma á leiðarenda, jafnvel.. en á leiðarenda kemst ég!!

Skokkplanið mitt

Skokkplanið sem ég ætla að fara eftir til að byrja með er Þetta frábæra skokkplan sem heitir c25k.. semsagt from couch to 5 km eða úr þreyttri sófakartöflu í úber flottan skokkara sem getur hlaupið í 5 km án þess að stoppa. Þetta plan gengur út frá því að maður fari hægt og rólega af stað og ofgeri sér alls ekki til að byrja með og guggni og fari skælandi heim. Semsagt örugglega fínt fyrir mig. Tek það fram að ég íslenskaði þetta plan alveg sjálf! Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf svo að hlaupa 5 km lengra í ágúst.. það er seinni tíma vandamál og ég finn mér örugglega eitthvað flott plan til að tækla það síðar meir. Ég er búin að hlaupa V1-D1 og í dag ætla ég að hlaupa V1-D2..

Vika 1 – Dagur 1

Þá er hafin þjálfunin fyrir 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu í Ágúst. Við systkinin ætlum öll að hlaupa saman og styrkja krabbameinsfélagið. Þetta verður strembið fyrir mig að minnsta kosti þar sem ég hef ekki hreyft á mér rassinn síðan áður en börnin mín tvö komu í heiminn! Það eru semsagt um þrjú ár og tvö börn síðan 🙂

Þetta verður forvitnilegt.. tékkið á linkinum hérna fyrir neðan

via Endomondo Running Workout.