Monthly Archives: September 2005

Sullenberger

Mikið óskaplega fer eitthvað í mig þetta endalausa Baugsmál og vesenið á Jóni Gerald Sullenberger! Jón Gerald Sullenberger þetta og Jón Gerald Sullenberger hitt. Þvílíkt nafn til að heita þegar maður er stanslaust í fréttunum! úff.. alveg ömurlegt.
Skemmtileg helgi að baki. Fórum í afmæli til Örnu á laugardaginn og út að borða í gærkvöldi með mínum tengdó, mágum og svilkonu. Gaman.
Annars vildi ég óska að fjárhagurinn minn leyfði mér að eyða meiri peningum í bækur og tónlist. Langar í svo margt!

Vaðall

Hæbb,
Ég er í einhverju bloggstuði þessa dagana þannig að þið verðið bara að umbera mig (já eða sleppa því að lesa). Var að koma úr spinning tíma. Fyrsti tíminn sem ég fer í fyrir utan föstu tímana sem ég verð að mæta í. Það var svaka stuð og rosa erfitt. Hellingur af slökkviliðsgæjum, sem gerir þetta ekki leiðinlegra (dónaglott). Ég er svoooo þreytt í fótunum eftir þetta, já og líka ótrúlega þreytt í armbeygjunum því ég gerði allnokkrar, ekkert smá dugleg! Eftir svona tíma vildi ég óska að ég ætti ekki heima uppi á 4.hæð.. er að spá í að gera svona stoppistöðvar eftir hvern stiga, stól og borð og kanski smá hressingu, svo ég geti hvílt lúna vöðva á leiðinni upp og fengið mér svaladrykk. Ég sver’ða þessi stigi ætlar stundum engan enda að taka..
Ég var að skoða myndband af tónlistar- og ráðstefnuhúsinu sem á að reisa niðrí bæ. Massaflott! Held að þetta eigi eftir að vera vel heppnað. Það er að segja ef hentugleikinn er jafn flottur og lúkkið.. Það er ekkert glataðara en svakalega vel útlítandi hús sem er svo meingallað í notkun (sbr. nokkrar háskólabyggingarnar). Hlakka samt il að fara á einhverja rosa fína tónleika þarna. Vona að þetta verði ekki bara fyrir kammersveitir, sinfóníur og aríur..
Svo verð ég bara að segja ykkur hvað ég eldaði ótrúlega góðan fiskrétt í gær. Ég semsagt eldaði alveg svakalega góðan fiskrétt í gær og ég bæti honum á uppskriftavefinn á eftir. Massa góður og ótrúlega fáar hitaeiningar! hehehehe það er soldið hugsað í hitaeiningum á heimilinu þessa dagana.. Ég veit þetta er rosa skemmtilegt umræðuefni 🙂

Í lokin ætla ég að senda afmæliskveðju til hennar Örnu sem á stórafmæli í dag! Til hamingju með daginn frænka 🙂 (myndin er tekin þegar hún er nýkomin uppúr Hvítá þar sem hún stakk sér til sunds. það var nú gaman þá!)

*klukk*

Já.. Kolla systir klukkaði mig líka og ég þori ekki öðru en að koma með 5 staðreyndir um sjálfa mig.. here goes:

  1. Ég gleymi mjög oft að lofa skápum og skúffum. Skil bara eftir opið þegar ég er búin að ná mér í eitthvað. Get ómögulega munað að loka á eftir mér.
  2. Ég hætti að reykja 31 mars 2001.
  3. Ég elska U2. Ég hef tvisvar farið til “útlanda” og í bæði skiptin sá ég þá á tónleikum.
  4. Þegar ég var 5 eða 6 ára var ég næstum búin að kveikja í húsinu okkar þegar ég og vinkonur mínar tvær vorum að fikta með eld.
  5. Mér finnst ég vera ótrúlega heppin að eiga fjögur svona pottþétt systkini. Þau eru best í heimi

Jæja, þar hafið þið það.. er að hugsa um að klukka Tedda og Gunnsu og hana Freyju. Þá erum við samtals búin að klukka 5 aðra..

Klukkettiklukk

Jæja….ég var víst klukkaður af henni kollu bollu kjötbollu fiskifiskibollu. Hér koma þá blessaðar staðreyndirnar.

1. Mér finnst Luxus kaffi frá Danmörku viðbjóður.

2. Mér finnst Chris Cornell bilaður söngvari.

3. Ég hata bensín.

4. Mér finnst ekki hressandi að vakna 5 á morgnana.

5. Ég svitna 10 lítrum í spinning.

Ég vil að lokum klukka Gunnar Örn og Gjarna Buðmund.

Nýr uppskriftavefur!

Já gott fólk, ég er búin að endurgera uppskriftavefinn og er hann núna miklu flottari og miklu auðveldari í notkun. Kíkið á hann hérna til hægri. Gæti jafnvel verið að ég bæti inn uppskriftum í dag.. aldrei að vita 🙂

Uppfært: Búin að bæta inn tveimur nýjum uppskriftum: Innlit Pjúklit kjúklinga fajita og Pasta með grískum kjötbollum.. sljúrrrrb!

Bleik í framan

Úff.. var að lesa færsluna um örtrefjahanskann aftur. Hún er nú alveg massa leiðinleg og tilgangslaus. Sem skiptir engu máli. Helmingurinn af því sem hér er skrifað þjónar engum tilgangi hvort sem er. Þarf þess heldur ekki. Það þarf ekki allt tilgang. Ég prófaði hanskann. Hann virkar fínt.
Kíktum í sumarbústað til mömmu og pabba um helgina. Það var notalegt að koma þangað. Þorgrímur og Elías voru þar líka og einn belgískur vinur Þorgríms. Hittum líka Hrafnhildi og Gísla og Sunnu. Fjölskyldustemning sem sagt. Pabbi eldaði himneskt stroganoff í kvöldmatinn og svo var slakað á í heitum potti fram eftir kvöldi þangað til við keyrðum aftur heim. Mikil afslöppun. Magnað hvað það gerir manni gott að fara út úr Reykjavík, þó svo það sé ekki nema í hálfan dag. Í gær var boðið upp á enn meiri afslöppun. Ég las eina bók. Pétur spilaði einhvern tölvuleik. Mamma og pabbi kíktu í smá heimsókn og um kvöldið eldaði Pétur handa mér dýrindis grískar kjötbollur í matinn. Snillingur.
Ég fór í ræktina í morgunn. Þar er stuð. Ég mæti, púla, svitna, fæ útrás og verð bleik í framan.. gerist ekki betra.

Örtrefjahanskinn

Ég fór í Bónus í gær að versla í kvöldmatinn. Ég var ekkert seint á ferðinni, klukkan var ekki nema rétt orðin fimm og ég bjóst nú ekki við því að það væri brjálað að gera. Það var rangur misskilningur. Ég þurfti að bíða í röð til að komast á kassa í nærri 40 mínútur. Allir fyrir framan mig (svona 15 manns) voru með stútfullar risakerrur! Ég fór í búðina til að kaupa kjúklingabringur (sem voru ekki til, þurfti aðkaupa hálfúrbeinuð læri í staðinn) og eitt eða tvennt í viðbót. Röðin mín hinsvegar var inn ganginn þar sem hreinlætisvörurnar voru og mér leiddist svo mikið í röðinni að ég keypti helling af drasli sem ég ætlaði sko allsekkert að kaupa. Til dæmis örtrefjahanska til að þurrka af með! Ef ég hefði ekki verið í þessari röð þá hefði ég aldrei í lífinu keypt örtrefjahanska! Hann kostaði 600 kall. Annsi dýr tuska verð ég að segja.. Ég held að þetta sé úthugsað hjá Jóhannesi. Hafa bara nokkra afgreiðslukassa opna svo raðirnar verði hrikalega langar. Þá hefur fók ekkert annað að gera en að fylla körfurnar af drasli á meðan það bíður. Ég hef sjaldan verið í eins vondu skapi eftir búðarferð og þegar ég kom heim eftir þessa. Nú er ég að fara að þrífa. Prófa örtrefjahanskann. Eins gott að ég noti þetta fyrst ég var að kaupa þetta.