Long tæm no blog

Þetta er svona. Stundum nennir maður bara ekkert að blogga. Ekki það að ég hafi ekkert að segja. Ég hef alveg helling að segja. Það ratar bara ekkert alltof oft hingað inn. Sem er bara skemmtilegt. Jájá….Maður er byrjaður að djöflast í hreyfingu alveg á milljón. Lyftingar, spinning, stöðvaæfingar og ég veit ekki hvað!!! Ansi… Continue reading Long tæm no blog

Published
Categorized as almennt

The Arcade Fire

Ég er gjörsamlega fallin kylliflöt fyrir hljómsveit að nafni The Arcade fire. Stórkostleg hljómsveit alveg sem gaf út plötuna Funeral fyrir um ári síðan. Þetta er Rokksveit frá Montreal í Kanada og í henni eru 7 eða 8 hljóðfæraleikarar sem spila á allskonar hljóðfæri. nafnið á plötunni er tilkomið vegna þess að á meðan á… Continue reading The Arcade Fire

Published
Categorized as almennt

Vort daglegt brauð

Vort daglegt brauð er harðsperrur. Síðasta vika hefur einkennst af þessu skemmtilega fyrirbæri. Já skemmtilega. Því þó svo þær séu sársaukafullar þá er það svona góður sársauki. Sársauki sem lætur mig vita að ég er þó allavega ennþá með vöðva. Ég var farin að halda að þeir hefðu bara yfirgefið mig. Tjah, allir nema axlarvöðvarnir… Continue reading Vort daglegt brauð

Published
Categorized as almennt

Jæja..

Þá er þetta komið í bili. Breytingarnar verða ekki mikið fleiri. Allavega ekki neinar stórvægilegar. Bætum kanski við einhverjum linkum seinna en nú er nóg komið. Hvernig lýst ykkur á? frekar svona “plein” og “beisik” alltsaman er það ekki? Æhh, mér finnst það best. Einfalt er best. Látið endilega vita ef við erum að gleyma… Continue reading Jæja..

Published
Categorized as almennt

Untitled

kúrbíturinn stendur í stórræðum og mun í dag væntanlega fá svokallað meikóver.. sýnið þolinmæði og bíðið spennt!

Published
Categorized as almennt

Við erum búin að eignast nýjan frænda!!

..og Rakel og Karam eru búin að eignast annan son. Hann fæddist í gærmorgunn og var víst eldsprækur þegar hann kom í heiminn.Elsku Rakel, Karam, Kristján Örn og Shahid Ómar til hamingju með drenginn!nú væri gaman að vera á Hornafirði…

Published
Categorized as almennt

20.000 kúrbítsgestir!!

Jæja góðir gestir. Það lítur út fyrir að við fáum 20.000asta gestinn hingað í dag. Kíkið neðst á síðuna til að athuga hvort þið séuð hinn heppni gestur og tilkynnið það í kommentin. Verðlaun gætu verið í boði 🙂 vá… tuttugúsd er mikið!

Published
Categorized as almennt

Flugu”frelsari”

Á þessum tíma ársins gerist það iðulega að stórar og feitar flugur kíkja inn um opna glugga til þess að hlýja sér. Ekki furða, það er að kólna og þær alveg að fara að geispa golunni. Þær leita á hlýrri staði. Mennirnir gera þetta líka. Eldra fólk flykkist til kanarí þegar veður fer kólnandi. Í… Continue reading Flugu”frelsari”

Published
Categorized as almennt

*glans*

mikið finnst mér alltaf gaman þegar ég/við erum nýbúin að þrífa íbúðina hátt og lágt.. það verður allt svo hressilegt í kring um mann. ferskt loft, glampar og glansar af öllu. yndislegt alveg hreint. uppáhalds tíminn minn að þrífa er eftir hádegi á föstudegi. þá er einhvernveginn ekki séns að helgin verði leiðinleg. hvernig getur… Continue reading *glans*

Published
Categorized as almennt