Monthly Archives: February 2006

Bolludagur

Ég hef oft velt því fyrir mér hvenær ég verð of gömul til að hlakka til bolludagsins. Held að það verði aldrei.. Mér finnst bolludagurinn einstaklega skemmtilegur. Vatnsdeigsbolla með suðusúkkulaði, jarðaberjasultu og rjóma og ískalt mjólkuglas með er bara æðislegt! Æ-ði-slegt!

Var að koma úr hressandi gönguferð. Labbaði til Hrafnhildar í hádeginu og lét hana gefa mér að borða. Það var mjög hressandi. Borðaði þessa dýrindis grænmetissúpu og brauð með osti. spjallaði svo yfir bolla af grænu tei. frábært veður úti. sólskin og lykt af úldnu grasi. sumstaðar farið að blómstra í görðum! í febrúar ??? þetta er klikkað land sem við búum á.

Er núna að hlusta á nýtt lag frá uppáhalds-hljómsveitinni minni, Antik, sem uppáhalds litlibróðir minn er í. þið getið kíkt á það hér.. mæli ég með því. Svo vil ég líka minna á að uppáhalds stóribróðir minn er farinn að senda út fréttapistla frá belgíu aftur.. mæli líka með því.

bolla bolla

usss…

Mikið búið að gerast hérna í Engjaselinu. Búin að selja borðtölvuna, búin að henda út tölvuborðinu og búin að setja upp windows 2003 server á netþjóninn. Ótrúleg framtaksemi. Við erum bara ansi ánægð með þetta allt saman. Hei….svo er keila með vinnunni í kvöld. ÞORGEIR……YOUR ASS IS GRASS!!

Music Mania

Hæ,
Önnur skemmtileg tímamót.
Í tilefni þess að audioscrobblerinn minn er kominn yfir 10000 spiluð lög ákvað ég að það væri gaman að skella hingað upp mest spiluðu flytjendunum og mest spiluðu lögunum mínum. Ert það ekki skemmtilegt??
Byrjum á flytjendunum…

heida's Last.fm Overall Artists Chart

Ekki hægt að segja annað en að U2 og Nick Cave séu hérna í sérflokki. Enda ekki við öðru að búast :o)
Svo eru það mest spiluðustu lögin mín..

heida's Last.fm Overall Tracks Chart

Mjög skemmtilegt.. hvernig ætli þetta verði eftir næstu 10000 lög? það verður spennandi að sjá..

klappklappklappklapp!

Hann á afmæl’í dag!
Hann á afmæl’í dag!
Hann á afmæli KÚRBÍTURIIINNNNN!!!!
Hann á aaafmæææl’ííííí daaaaaaaaag!!

Þetta hafa verið frábær tvö ár!
Elskulegustu lesendur okkar elskulegusta kúrbíts, þið eruð frábær. Takk fyrir að koma og takk fyrir að koma aftur og aftur..
hiphiphúrrrraa fyrir ykkur :o)

Herra og Frú Kúrbítur
Ofurpési og Heiða Björk

Stiklur

Já…ár og öld síðan ég hef bloggað hérna. En hvað um það? ekki eins og hafi eitthvað svakalega merkilegt að segja. Jú…annars….var að fá mér fartölvu. Hrikalega geðveika Asus vél. 64 bita AMD turion örgjörvi, 2gb vinnsluminni og 256 mb skjákorti. Allt sem maður þarf. Og allskonar gúmelaði meira sem er í henni. Annars má búast við því að það verði einhverjar truflanir á bítnum á næstunni. Það eru stórkostlegar breytingar framundan. Erum að selja borðvélina og ætlum að setja Windows 2003 server á sörverinn okkar og setja hann svo inní skáp. HENDA TÖLVUBORÐINU!!! Breyta stofunni okkar soldið mikið. Það verður stuð. Fáum soldið pláss og sona. Ömurlegt þema í þessu Ædoli. Ömurlegir kynnar. Ljótur búningur hjá þessum skautakalli…

Náttúra

Einn af mínum uppáhalds mötum eru buffin frá Móður náttúru. Þau eru alveg meiriháttar. og sólskinssósan.. fjúhh! best í heimi! Við erum tiltölulega nýbúin að fatta þetta og við fáum hreinlega ekki nóg. Í kvöld fengum við okkur brokkolíbuff, hrísgrjón, salat og sólskinssósu. sljúúúrrrbb! Sólskinsósa… nafnið er líka svakalega flott.
Takk fyrir mig.

blah..

Já já já já… ég er orðin frekar þreytt á að hafa þessa nærri óskiljanlegu tækni bla bla færslu efst. Ekki mjög skemmtileg aflestrar…
Allt fínt að frétta af mér. Átti skemmtilega helgi sem byrjaði á því að ég fékk pakka í pósti frá mínum ástkæra bróður í Belgíu. Í pakkanum var askja með besta konfekti í heimi og ein dós af belgískum bjór. Einnig bók sem ég lánaði minni ástkæru belgísku mágkonu og, það skemmtilegasta, eitt stykki handskrifað bréf frá bróður mínum. Held satt að sega að þetta sé í fyrsta skipti sem ég fæ bréf frá honum. Svona handskrifað að minnsta kosti. Þetta var mjög skemmtilegt bréf og ég las það aftur og aftur og öskraði “MONEY!!” í hvert skipti. Það var ekkert smá gaman að fá þennan glaðning!
Á föstudagskvöldið fengum við að “passa” Eið Tjörva og Birki Tjörva. Borðuðum með þeim pizzu og nammi og horfðum á idol. Mjög skemmtilegt enda varla hægt að eyða tíma með skemmtilegri gaurum. Á laugardaginn hitti ég þá svo aftur þegar við fórum í skúffuköku til Kollu syss. Þar voru líka Hrafnhildur syss og hennar viðhengi. Mjög góð skúffukaka :p
Á laugardagskvöldið fórum við í partý til hennar Unnsu og Guðmundar. Hittum við þar nokkra bekkjarfélaga mína frá því ég var í BS. Ekki mjög góð mæting, en mjög skemmtilegt fólk sem mætti. Fólk sem við hittum allt of sjaldan.. Á sunnudaginn var ég þunn. Mjög langt síðan það hefur komið fyrir mig. Þetta var þó ekkert versta þynnka sem hefur komið yfir mig, en þynnka er samt aldrei góð, er það? Það besta við þessa þynnku voru vetrarólympíuleikarnir. Annað merkilegt við þessa þynnku mína voru franskarnar. Við fórum og fengum okkur hamborgara og franskar á Stælnum. og franskarnar maður.. sleeef.. Fyrstu franskarnar sem ég borða síðan í ágúst 2005. Þær voru mjööög góðar. Mjöööög.
Á mánudaginn gerði ég svo það sem ég ætlaði að gera á sunnudaginn. Ég þreif íbúðina. Tók niður jólagardínurnar og jólaseríurnar. nei, þetta er ekkert of seint. jólaljósin eru bara hvít og eiga að vera uppi allavega fram í miðjan febrúar. gardínurnar eru kanski annað mál… allavega. Ég er greinilega búin að missa mig í eitthvað blaður.. svona getur þetta verið þegar maður á að vera að gera eitthvað viturlegt en nennir því ekki. Ef þið hafið eytt tíma ykkar í að lesa þetta þá er kanski eins komið fyrir ykkur?
bæb..

Til Sölu

3.0 ghz Intel Pentium 4 hyperthreading
1gb vinnsluminni DDR400 (parað corsair)
128 mb geforcefx 5700 ultra skjákort
2 x 160 gb SATA diskar
Soundblaster Live! 5.1 digital hljóðkort.

MSI 865PE NEO2-PFS Platinum edition 800 mhz FSB móðurborð, styður 4 gb vinnsluminni, innbyggt 10/100/1000 netkort, innbyggt 5.1 hljóðkort. USB 2.0

Plextor 12 hraða skrifari, Asus 8 hraða dvd drif, NEC 16 hraða + – dual layer dvd skrifari.

Svo kemur rúsínan í pylsuendanum….

http://sys.us.shuttle.com/Xp17.aspx æðislegur skjár!! Reyndar eru 2 dauðir punktar í honum sem maður tekur ekkert eftir. Hafa ekki truflað mig. Skjárinn kostaði 60.000 fyrir ári síðan.

Semsagt….þetta er til sölu alltsaman. Endilega dembið á mig tilboðum…

Bekkjarafmælið

Ósk Ýr gekk rösklega með Brand Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann.

Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni.

Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar – “#%=&#$&/(=!z#$!/!=! Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum. Hún var orðin alltof sein í afmælið….

híhíhíhí.. íslensk mannanöfn :o) Bríet sendi mér þetta í tölvupósti og ég varð bara að deila þessu með fleirum.. dís ester og mist eik.. hehehehehe greyin..