Monthly Archives: February 2005

Fór út að borða í gær með vinnunni. Helvíti fínt bara. Hittumst fyrst heima hjá Jóa og sátum þar, kjöftuðum og kneyfuðum öl. Svo var haldið á Naustið og þar fengum við þriggja rétta máltíð. Í forrétt var rækjukokteill, svo var aðalrétturinn lambahryggur með allskonar fíneríi. Í eftirrétt var svo vanilluís með allskonar fínerríi. Svo var þessu öllu skolað niður með allskyns vínum. Kíktum svo aðeins í bæinn. Stoppaði stutt, enda orðinn helvíti þreyttur (ekki fullur!!) Helvíti fínt kvöld bara…Ætli maður taki því ekki bara rólega það sem eftir er helgarinnar og njóti þess að vera í fríi.

þá er aftur kominn föstudagur. mikið er það gaman. þessi helgi verður örugglega mun skemmtilegri en sú síðasta, pétur verður ekkert að vinna og það verður örugglega yndislegt. annars gerði ég margt skemmtilegt í gær. ég vaknaði klukkan 6 og fékk mér morgunmat með pésa (en það gerist annars mjög sjaldan) svo fór ég með strætó í skólann klukkan hálf átta og frá átta til tólf var ég að vinna loftmyndirnar mínar, var að byrja að hnitsetja þær, er langt komin með aðra þeirra. svo eftir hádegið fór ég í kringluna með hrafnhildi það var rosa gaman. fékk mér rosa gott cappuchino og hrafnhildur keypti sér afmælisdress. svo fór ég aftur í skólann að læra þangað til pétur kom og sótti mig um klukkan fjögur. þá fórum við í búðina. keyptum í matinn. svo fór ég í sund… aahhhh það var meiriháttar. svo elduðum við matinn og borðuðum. eftir matinn fórum við í göngutúr í yndislegum rigningarúða. eftir göngutúrinn horfðum við á eina bíómynd áður en við fórum að sofa…. og mikið svaf ég vel 🙂

Fiskréttur að hætti Lúlla Lauks

Gestakokkurinn er Tryggvi

Tryggvi Már í Suðurlandsferð vorið 1999

Þetta þarftu: Slatta af ýsu, lausa í roði og beinum, 1/2-1 lauk, 2 hvítlauksrif, túmat, rifinn ost, cajun krydd, ólívuolíu og eldfast mót. Borðist með hrísgrjónum og soya

Svona gerirðu: Skellir cajun kryddi á ýsuna bak og fyrir og lætur hana svo á botninn á mótinu.. Laukinn og hvítlaukinn í múlínexinn og í tætlur… sem dreifist yfir ýsuna. Svo er túmaturinn skorinn í skeiðar og lagður yfir … oggulítil ólífuolía yfir allt saman… og að lokum ostinum stráð yfir. heila klabbinu svo skellt í upphitaðann ofn á 175° í 10-15 mínútur og síðan er bara að gúffa í sig.

Að lokum: Lúmskt gott að sáldra steiktum lauk yfir þegar maður er búinn að fá sér á diskinn. Í indónesíu er t.d. steiktur laukur rosalega vinsæll með hrísgrjónum og eiginlega ómissandi eftir að maður kemst upp á lag með það. Hinsvegar er varhugavert að neyta mikið af þessum rétti fyrir mikilvæg mannamót… en hann virkar samt ágætlega við kvefi ;)

Enn að lokum: Þessi réttur er niðurstaða mikillar þróunarvinnu þar eð í fyrstu borðaði ég ekki hvítlauk og fannst ýsa vond, en Björt fannst laukur vondur… einhvernveginn þá kombinera hinsvegar öfgarnar svona hreint út sagt ágætlega saman :)
Kveðja frá Hollandi, Tryggvi Már gestakokkur

Góðan daginn góðir hálsar. Þann 21. febrúar síðastliðinn, varð kúrbíturinn eins árs. Þetta er mikill áfangi.Heimsóknir á bítinn hafa verið jafnar í gegnum tíðina og reiknum við með því að bíturinn eigi orðið fastan lesendahóp. Hérna höfum við skötuhjúin látið skoðanir okkar í ljós í ófá skipti ykkur til ánægju og jafnvel einhvers
yndisauka. Við reiknum nú með því að halda þessu ævintýri gangandi áfram og leyfa ykkur að njóta þeirrar visku er mun flæða hér um ókominn tíma. Viljum við enda þetta afmælisávarp með því að hrópa þrefalt húrra fyrir kúrbítnum.

Hann lengi lifi,
HÚRRA HÚRRA HÚRRAAAAAAA!!!!

jahá.. það sést bara ekki inn um gluggann hjá nágrannanum, það er svo mikil þoka hérna í reykjavík. svaka hlýtt og notalegt samt. ég er löt í dag, svefnrútínan fór úr skorðum um helgina. einu sinni hefði það verið vegna sukks og svínarís en svo var ekki að þessu sinni. hef ekki sukkað og svinaríað í háa herrans tíð. mjög háa herrans tíð.
mikið er annars eivør pálsdóttir mögnuð söngkona. var að hlusta á nýju plötuna hennar, þar sem hún syngur á amk fjórum mismunandi tungumálum, og hún er alveg geggjuð. ég verð barasta að kaupa hana einhverntíma.. ég er allavega búin að setja hana á listann í hausnum á mér yfir allar plöturnar sem ég þarf að kaupa mér.. hann er orðinn ansi langur. ansi.

mikið er þetta veður alltaf skemmtilegt.. ég var varla hætt að stíga fagnaðardans út af langþráðri rigningu þegar það byrjaði að snjóa aftur. og í dag, þegar ég þarf í endalausar útréttingar, neyðist ég til að ferðast fótgangandi í skafrenningi og frosti.. en þetta er ekkert sem ofurkona eins og ég ræð ekki við.. ofurkona segi ég já, og efast ekki um það.. ég var nefnilega að baka algjörlega fullkomna súkkulaðiköku núna rétt í þessu. fullkomna! iss ég fer nú létt með smá skafrenning 🙂