Untitled

Fór út að borða í gær með vinnunni. Helvíti fínt bara. Hittumst fyrst heima hjá Jóa og sátum þar, kjöftuðum og kneyfuðum öl. Svo var haldið á Naustið og þar fengum við þriggja rétta máltíð. Í forrétt var rækjukokteill, svo var aðalrétturinn lambahryggur með allskonar fíneríi. Í eftirrétt var svo vanilluís með allskonar fínerríi. Svo var þessu öllu skolað niður með allskyns vínum. Kíktum svo aðeins í bæinn. Stoppaði stutt, enda orðinn helvíti þreyttur (ekki fullur!!) Helvíti fínt kvöld bara…Ætli maður taki því ekki bara rólega það sem eftir er helgarinnar og njóti þess að vera í fríi.

0 comments

  1. veit ekki hvort ég á að hafa þetta eða hitt gamla.. mér finnst svo pirrandi að eftir smá tíma þá týnir haloscan öllum kommentum.. veit ekki hvort að það gerist með þetta. hvort finnst ykkur betra?

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *