Monthly Archives: January 2006

New York….New York

Crazy: So I had to get fillings in all of my teeth.
Passenger: Uh huh.
Crazy: But I figured, why let them do that to me after they drilled holes in my brain, ya know?
Passenger: Sure.
Crazy: But I figured, might as well! Although if they were going to fill my teeth, I’d want them to use jelly.
Passenger: Yep.
Crazy: But the guy at the counter said they were out of jelly. So I got a blueberry muffin.

overheard in new york

Leikur framundan..

Jæja,
Pizzan er í ofninum, rauðvín komið í glas, búið að kveikja á kertum… Nú er bara að bíða eftir leiknum. Hálftími til stefnu. Ekkert stress (þökk sé rauðvíni og kertaljósum) bara tilhlökkun. Ætli við vinnum? Ég held það..

Helgin er framundan. Helgarfrí. Það verður ljúft..

EM í handbolta

Eitt gott atriði í gær þegar leikurinn var að byrja í sjónvarpinu. Þá birtirst þetta á skjánum:

“beðist er velvirðingar á að íslenskan þul vantar. Viðgerð stendur yfir.”

Þetta fanst mér fyndið. Var þulurinn bilaður?

annars, góður leikur.. áfram Ísland :o)

Maður dagsins

Maður dagsins er einn af mínum langflottustu bestuíheimi systrasonum. Hann heitir Birkir Tjörvi og hann er algjör snillingur. Hann er 9 ára í dag!

Myndin er tekin síðasta páskadag í blíðskaparveðri í Nesjunum, en þá skruppum við í fótbolta í Nesjaskóla til þess að hressa okkur við eftir súkkulaðið. Þetta var frábær dagur..
Til hamingju með afmælið Birkisknús :o)

Trabant

Það er einhver deyfð hérna á kúrbítnum. Ekki í mér samt og ekki í Ofurpésa. Hef bara ekki sérlega mikla þörf fyrir að tjá mig hérna þessa dagana. Greinilega ekki Ofurpési heldur. Ætla ekkert að koma með neina afsökun fyrir því. Ég ræð.
Það er einhver leiðinda hausverkur búinn að vera að elta mig síðustu 2 daga. Mér tekst ekki að stinga hann af. Ég sem hélt að ég væri hætt að fá hausverk. Ég hef greinilega eitthvað jinxað þetta og nú er almættið að hefna sín. Sýna hver ræður. Ég læt eins og ég taki ekki eftir þessu. Það fer örugglega í pirrurnar á almættinu..
Ég horfði á tónlistarverðlaunin í gær. Það var ágætt svo sem. Gaman að sjá Emiliönu syngja. Langar að fara á tónleika með henni einhverntíma. Kórinn í byrjun var líka flottur. Sigrún fiiðlukona var líka góð.. og fyndin. Það er ekkert svakalega góð hugmynd að vera með svona svakalega túperíngu í hárinu þegar maður spilar á fiðlu. Hún var í svo miklum fílíng og heysátan á hausnum á henni sveiflaðist þvílíkt til. Mér fanst það fyndið. Lagið var samt skemmtilegt og hún er góð. Mig langar líka að fara á tónleika með Jakobínurínu. Þeir eru miklir stuðboltar. Ég hef enga skoðun á því hvort að verðlaunin fóru í réttar hendur eða ekki. Ég hélt alltaf með trabant þegar þeir voru tilnefndir. Hefði viljað sjá þá taka lagið. Ég elska trabant.

!!!

Og heyrið þið það!!
Ég þoli ekki hálku á bílastæðum og fyrir framan búðir og fyrirtæki. Hun(d?)skist þið til að skafa, salta bílastæði og gangstéttar! þið þarna starfsmenn og eigendur.. það er lágmark! Greyis allar gömlu konurnar sem eru skítrhræddar og ganga hænuskref í þessari hálku. Þær eru sko margar þessa dagana. Ég er með þeim í liði.
Ef allir væru nú eins og hann Pétur minn sem mokaði tröppurnar niður í ruslageymslu og saltaði svo greyis ruslakallarnir myndu nú ekki detta á hausinn í morgun þegar þeir komu til að taka ruslið frá okkur.
(ég er meira að segja farin að blogga eins og gömul kona. hann pétur minn, já þessi elska, fáðu þér kandís)
jájájájá
föstudagur segið þið…