Monthly Archives: August 2007

jamm..

.. gaman að þú skildir spyrja Svanfríður!

Frá og með miðvikudeginum 12. september verð ég einmitt að vinna á Jarðhitasviði verkfræðistofunnar VGK Hönnununar við landupplýsingakerfi og jarðhitarannsóknir ýmiskonar..

Jibbý!!

Ég ætla að vinna út þessa viku á núverandi vinnustaðnum mínum, innanlandsdeild ferðaskrifstofunnar Terra Nova, þar sem ég er búin að vera að vinna síðan í mars. Svo verð ég bara í fríi þangað til ég byrja á nýja staðnum.

Vonandi er mega hresst fólk að vinna hjá VGK Hönnun..

Augljóslega er ég mjög hress og kát og töff

Lífið eftir Reykjavíkurmaraþonið

Lífið hélt áfram sinn vanagang eftir Reykjavíkurmaraþonið. Ég vaknaði bara daginn eftir og var ekki einusinni með harðsperrur! Þetta var alveg stórkostlega skemmtilegur dagur. Ótrúlega skemmtileg stemning í þessu hlaupi, hellingur af fólki að fylgjast með og hvetja mann áfram, berjandi í machintosh dollur og spilandi á gítara og ég veit ekki hvað og hvað. Líka alveg mögnuð tilfinning að hlaupa í markið. Eiginlega eins og maður væri í sjónvarpinu eða eitthvað, þetta var svo súrealískt. Fólk að kalla og hvetja og ég að spretta í mark eftir 10 km hlaup.. ansi furðulegt :o)

Pétur tók þessa fínu mynd af mér, þarna eru svona 2 km eftir í mark og ég bara létt á fæti :o)
Nú er ég hinsvegar að fara á kvöldvakt í vinnunni og kveð að sinni ..

12 km

Þar sem það er ekki á hverjum degi sem maður hleypur 12 kílómetra án þess að stoppa þá bara verð ég að monta mig smá.

Í dag hljóp ég 12 kílómetra án þess að stoppa! jibbý!! ég er langbest :o)

Ég var að sjálfsögðu með nýja flottu garmin gps hlaupagræjuna mína sem mælir fyrir mig hraða og fjarlægðir og púls og allt og svo get ég skoðað hlaupið mitt á korti þegar ég er komin heim.. algjört möst græja fyrir hlaupandi landfræðinga hehehe :o)

Þið getið skoðað hvað ég hljóp mongó langt á myndinni (guli ferillinn) og fyrir neðan er línurit yfir púlsinn minn. Ég byrjaði efst í fossvogsdalnum hjá Víkinga heimilinu og endaði hinumeginn við golfvöllinn úti á Nesi.. fjúh!