Monthly Archives: July 2007

Crucio!!!

Nældi í seinasta eintakið á landinu af Harry Potter í gær, spúsu minni til mikillar ánægju. Svo lá nú beinast við að fara í bíó eftir bókarkaupin, þannig að við skelltum okkur á Harry Potter og Fönixreglan. Frábær mynd í alla staði. Mér finnst afskaplega gaman að fara á svona frábærar ævintýramyndir og fá að vera lítill strákkjáni í eina kvöldstund.

jæja..

… Þá er fjögurra daga sumarfríinu mínu lokið. Þó það hafi verið stutt, þá var það frábært! Hitti alla fjölskylduna á sama tíma á sama stað, tilefnið var ekkert nema bara að vera saman og það var æði. Ótrúlega gott veður, besta fólkið, góður húmor, frábær matur og yndisleg Nesjasveit. Takk fyrir samveruna elsku fjölskyldan mín. Þetta var æði og þið eruð best!

Pétur var duglegur að taka myndir og senda hingað á kúrbítinn, enda nýbúinn að kaupa sér svaka fínan síma með 3.0 mp myndavél. Um að gera að nota græjuna! Alltaf gaman að skoða myndir, ekki satt?

Núna er ég heima hjá mér með hausverk. Fékk þennan fína hausverk í gærkvöldi sem var ekkert að láta undan í nótt og ég vaknaði með hann aftur í morgun. Tók mér því veikindadag í vinnunni og ætla að mæta eldspræk í fyrramálið. Pétur er alveg rétt ókominn heim úr vinnunni sinni. Ég held hann ætli að koma færandi hendi með Potterinn. Hlakka svooo mikið til að lesa hana. Ég er ekki búin að þora að fara á netið í allan dag því ég er svo hrædd við spoilerana.. ætla sko ekki að láta eyðileggja fyrir mér lesturinn get ég sagt ykkur! Svo er nú stefnan að sjá myndina í vikunni líka. Næstu dagar verða undirlagðir af Harry Potter, ég er massa stressuð að vita hvað gerist… jibbý!!