Category Archives: KOMASO!!

Engin framistaða

Það falla alveg niður heilu mánuðurnir hérna á kúrbítnum.. engin færsla í ágúst 2012 og engin færsla í október 2012! þetta er nú engin framistaða. Nú þarf að girða í brók og hysja upp sokka!

Þetta voru báðir tveir mjög skemmtilegir mánuðir.. og nú á ég örugglega eftir að gleyma hvað það var sem ég gerði. Ég eldaði tildæmis fullt af góðum mat sem ég tók myndir af og allt og ætlaði að setja hingað inn. Bakaði líka fullt af allskonar gómsætum múffum sem ég ætlaði að deila hér. Öllu þessu missti umheimurinn af sökum leti minnar. Það er óafsakanlegt. Hugsa að ég húrri inn einhverju af þessu í kvöld fyrst Pési er að fara bíó.

þetta er ferlegt! En núna er allavega komin færsla í nóvember 2012.

Hérna, þið fáið þessa dásemd í sárabætur í dag..