Monthly Archives: April 2005

Já…mér finnst alltaf jafn yndislegt að sjá skemmtilega lesendabréf í dagblöðum. Fólk virðist taka sér tíma til að skrifa um allan fjandann og kvartar yfir öllu. Ég meina…ok…allt í lagi að kvabba eitthvað, en andskotinn hafi það, þarf endilega að fara með þetta í blöðin til þess eins að eyða tíma hjá fólki eins og mér? Eða er ég kannski svona vitlaus að lesa þetta? Veit það ekki…Horfði á fína mynd um daginn. White noise heitir hún og ég mæli með henni. Michael Keaton stendur sig fínt. Ég sofnaði hins vegar yfir Hide and seek. Held að það segi lítið um gæði myndarinnar vegna þess að ég var fjandi þreyttur. Situr ennþá í mér að hafa þurft að vakna kl 4 á þriðjudagsnótt til að mæta í vinnu kl 5. Það hressti helvíti mikið. Spáið í fokking geðveiki. Þurfa að vakna kl 4!!!! Alveg spurning um að fá sér einhverja aðra vinnu þar sem er unnið á eðlilegum tíma. Annars gengur músstassvöxturinn vel og er aldrei að vita nema að ég skelli inn sérstökum músstassmyndum til að sýna forvitnum vegfarendum árangurinn. En svona til að upplýsa hina fáfróðu, þá er ég að safna músstass fyrir evróvisjón. Ég er að spá hvernig ég get gert útlit mitt meira svona austur evrópskt. Einhverjar hugmyndir?

helú
er í sveitasælunni. keyrði hingað með HH, SKB og GTB á nýja fína súbbanum þeirra. ætla mér að eyða tíma mínum hér til sunnudags. dagskráin er á þá leið að ég ætla að taka hér eitt heimapróf, eða klára allavega meirihlutan af þvú, og fara á leiksýningu.. Píra er heima í stórborginni í tölvuleik á meðan.
leiter 🙂

djöfull langar mig að fara að versla.. mig langar bara að fara með helling af peningum og kaupa mér helling af fötum og skó og allskonar.. vildi óska þess! mér langar í pénínga.. mikla mikla PÉNÍNGA!!! (þú spreingdir péruna! hehehe)

Jahhh….góðan daginn hér. Hvað syngur? Lakers komst ekki í ússlit sem er gott…Bulls er í ússlitum sem er gott…Það er gott veður núna sem er gott…við ætlum að grilla í kvöld sem er gott…Orkuveitan ætlar að lækka verðið á heitu vatni sem er gott…við erum að fara á U2 tónleika í köben sem er gott…ég er með mússstass sem er gott…eða hvað???

Unnur sendi mér þessa skemmtilegu sögu, sem ég læt bara flakka hérna.. happí rídíng :o)

Eftir 25 ára starf í tölvubransanum var Einar gjörsamlega búinn að fá nóg af öllu stressinu sem fylgdi þessum bransa. Hann hætti í vinnunni og keypti sér 30 hektara lands langt uppi í sveit eins langt frá mannabyggðum og hægt var.
Bréfberinn kom við einu sinni í viku og kaupfélagið sendi honum vörur einu sinni í mánuði.
Annars var hann umlukinn kyrrð og ró.

Eitt kvöldið, eftir um það bil sex mánaða einangrun, bankar einhver á dyrnar. Einar fer til dyra og úti stendur svakalegur durgur.
“Heiti Sigurmundur… Nágranni þinn hinumegin við fjallið… Partý hjá mér á laugardagskvöldið… hélt þig langaði til að kíkja.”
Frábært!”, sagði Einar. Eftir sex mánaða einangrun er ég tilbúinn til að hitta sveitungana. Ég þigg boðið með þökkum.”
Sigurmundur gerir sig líklegan til að fara en snýr sér að Einari og segir: “Best að vara við því að það verður mikið drukkið.”
“Ekkert mál. Eftir 25 ár í tölvubransanum þá get ég drukkið nánast alla undir borðið.”
Aftur gerir Sigurmundur sig líklegan til að fara en snýr sér við í dyrunum og segir:
“Líklegast mikið slegist.”
Hrikalegt, hugsar Einar með sér…harðgert lið. “Jæja, mér kemur
ágætlega saman við flesta. Ég kem. Takk fyrir að bjóða mér.”
Aftur gengur Sigurmundur í burtu en snýr sér við í dyrunum og
segir: “Ég hef líka séð frekar brjálað kynlíf í þessum partýum.”
“Heyrðu, það er ekki vandamálið” segir Einar, “þú veist það kannski
ekki að ég hef verið algjörlega einn í sex mánuði! Ég kem sko alveg örugglega… en segðu mér, í hverju ætti ég að mæta?
jakkafötum eða lopapeysu?”
Sigurmundur stoppar enn einu sinni í dyragættinni og segir: “í hverju sem þú vilt,

við verðum bara tveir!”.

aaahhh..
var að koma af kaffi parís, en þangað skrapp ég með kollu systur minni í hádeginu og fékk mér þar rúnstykki með osti. það var rosa gott. er samt glöð að vera komin aftur í mína svölu skrifstofu því ég var að grillast þarna á kaffihúsinu.. sat sko í sólinni. gaman að segja frá því :o)
það er annars bara lítið frá mér að segja. er bara í skólanum. hef það bara fínt sko. hafið þið það ekki fínt líka?