Monthly Archives: December 2006

Jólatrjóla

Nett jólageðveiki að fara af stað hérna í höfuðborginni. Ég fann svolítið fyrir því þegar ég fór í Fjarðarkaup í dag með grænmetisskammtinn þeirra. Fólk að bíða eftir að það yrði opnað og sona. Bara svona til vonar og vara ef ske kynni að grænu Ora myndu klárast fyrir jól. Annars er ég bara voða rólegur eitthvað yfir þessu, eins og þetta skemmtilega myndband sýnir…

Pési í jólafílíng

Orðlaus…

Hvað er í gangi?

Gríp aðeins niður í greinina…

“Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur sagt aftökur réttlætanlegar – með eitri í æð, hengingu, aftökusveit, rafmagnsstól eða í gasklefa – þrátt fyrir þann sársauka sem þær kunni að valda, en hefur ekki skorið úr um hvort sársaukinn teljist það mikill að það stangist á við stjórnarskrána.”

Þarf að segja eitthvað meira???

Dugleg

jibbý!!
Mér tókst að koma pakkanum til Þorgríms í Belgíu í póst fyrir síðasta séns! Þannig að Elsku Toggi minn þá er pakki á leiðinni til þín. Jólapakki. Bannað að opna fyrr en á jólunum :o)
Annars finnst mér svolítið glatað að það þurfi að skrifa utan á pakkann hvað er í honum. Ég tók það fram að þetta væri gjöf og konan hjá póstinum merkti eitthvað x við það. En samt þurfti ég að segja hvað væri innihald pakkans og hún að skrifa það utan á hann. Semsagt algjörlega tilgangslaust að pakka inn í jólapappír.. Ég tók það að sjálfsögðu fram við dömuna að þetta væri nú frekar asnalegt .. Þannig að, Toggi minn, þú mátt ekki lesa á litla græna miðan sem er framan á pakkanum þínum.
Ég hef það semsagt bara fínt þakka ykkur fyrir.. soldið svöng bara.

Niður með þig mynd

jæja, voruð þið ekki orðin þreytt á að hafa þessa mynd þarna efst? Það var ég. Hún var alveg að fara með mig. Ekki það að mér finnist þetta eitthvað slæm mynd. Þvert á móti. Mér finnst þetta mjög flott mynd. Hún var bara alveg að fara með mig út frá skipulagsáráttunni minni. Hún er allt of stór. Passar ekki í skipulagið. fattið þið? úff.. þetta er svona eins og að hafa mynd skakka uppá vegg. Ég meika það ekki og rétti þær alltaf við. Meira að segja ef ég er í heimsókn hjá einhverjum. Mér fannst nú samt einum of langt gengið að fara að taka myndina af blogginu. Þá væri eins og ég hefði ekki stjórn á þessari áráttu minni. Ég get sko alveg stjórnað henni.. *hóst*
Allavega.. jólin eru að koma. Við erum búin að fara á Jólahlabba (Kolla snillingur að búa til svona skemmtilegt orð heheh), erum líka búin að fara og sjá Casino Royale með nýja James Bond-inum sem er alveg ógóþroskómongóvangómegagebba góð og Bondinn langflottastur. Kolla systir er líka búin að baka handa okkur hinar mjúkustu hveitibollur og gefa okkur heitt súkkulaði í hinu árlega aðventukaffi. Himneskt. Við erum búin að búa til aðventukrans og kveikja á einu kerti. Jólakaktusinn er í fullum blóma. Það eru jólaljós í stofuglugganum mínum og jóladagatalið mitt er komið upp á vegg (pakkalaust samt). Ég er líka byrjuð að föndra jólakort. Jólastemningin er semsagt komin á. Enda jólin að koma :o)