Dugleg

jibbý!!
Mér tókst að koma pakkanum til Þorgríms í Belgíu í póst fyrir síðasta séns! Þannig að Elsku Toggi minn þá er pakki á leiðinni til þín. Jólapakki. Bannað að opna fyrr en á jólunum :o)
Annars finnst mér svolítið glatað að það þurfi að skrifa utan á pakkann hvað er í honum. Ég tók það fram að þetta væri gjöf og konan hjá póstinum merkti eitthvað x við það. En samt þurfti ég að segja hvað væri innihald pakkans og hún að skrifa það utan á hann. Semsagt algjörlega tilgangslaust að pakka inn í jólapappír.. Ég tók það að sjálfsögðu fram við dömuna að þetta væri nú frekar asnalegt .. Þannig að, Toggi minn, þú mátt ekki lesa á litla græna miðan sem er framan á pakkanum þínum.
Ég hef það semsagt bara fínt þakka ykkur fyrir.. soldið svöng bara.

2 comments

  1. Hæ, ég lenti einmitt í því sama þegar ég sendi jólapakkana til Betu … Er alveg að verða uppiskroppa með frumleg nöfn á það sem ég er raunverulega að senda…

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *