Monthly Archives: March 2011

Heilsubitakökur

Þetta þarftu: 240gr smjör mjúkt, 200gr hrásykur, 2 stór egg, 140gr hnetusmjör helst ósætt, 3/4 dl mjólk, 100gr haframjöl, 50gr hveitiklíð, 60gr sesamfræ, 60gr sólblómafræ, 100gr salthnetur, 100gr pecanhnetur, 100gr valhnetur, 200gr rúsínur, 1/4 tsk engifer, 1 msk kanill, 3/4 tsk salt, 1 tsk lyftiduft, 150gr heilhveiti.

Svona gerirðu: Hrærðu vel saman smjörið og sykurinn bættu svo eggjunum saman við og hrærðu því vel saman. Svo bætirðu í hnetusmjörinu og mjólkinni og hræri það allt saman. Að lokum hrærirðu öll þurrefnin hnetur og frædótið saman við og hræra allt vel saman. Setur kökurnar plötu með bökunarpappír með tveimur matskeiðum (mjög klístrað deig). Á eina plötu passa 9 kökur  Hitar ofninn 180°C og bakar í 15-18 mínútur.

Svo mikið gúmmelaði

Að lokum: Þessa uppskrift má alveg útfæra að smekk hvers og eins. Fyrstu 5 atriðin eru algjör möst og má ekki breyta.Líka kryddið allt og heilhveitið. Allt sem er skáletrað, semsagt hneturnar og allt frædótið og það, má bara vera eins og hver og einn vill svo lengi sem það vigtar 770gr. Mér finnst tildæmis alveg ómissandi að hafa súkkulaði (að sjálfsögðu) og í staðinn fyrir að setja 200gr af rúsínum set ég 100 og 100 rúsínur og súkkulaði (dökkt og gott).. svo er tildæmis hægt að setja graskersfræ og allskonar öðruvísi hnetur og þurrkaða ávexti. Þetta eru rosalega saðsamar kökur og ein kaka er næstum heil máltíð.. að minnsta kosti gott ámillimála nart. Mjög sniðugt að frysta eina og eina og grípa svo með sér í veskið 🙂

Bananabrauðið góða

Þetta þarftu: 3 þroskaðir bananar (280-300gr), 180gr sykur, 180gr hveiti, 1 1/2 tsk lyftiduft, 1/2 tsk salt, 2 egg, 3 msk olía, 1/2 dl mjólk, 100gr suðusúkkulaði saxað, 50gr valhnetur

Svona gerirðu: Hitið ofninn í 175°C. Maukið banananananana og hrærið saman við sykurinn. Bætið svo öllu öðru samanvið og hrærið saman. Setjið bökunarpappír í botninn á formi sem er ca 10x20cm á kant. Hellið deginu í formið og bakið í 55-60 mínútur

Að lokum: Þetta er uppskrift úr Gestgjafanum og er uppáhalds bananabrauðið mitt. Eiginlega vegna þess að með súkkulaðinu og hnetunum verður þetta eiginlega frekar eins og kaka en brauð. Súper auðvelt að baka. Mega gott 🙂