Category Archives: pirringur

Uppskriftavesen….

Ég er að henda öllum uppskriftunum mínum hingað inn. Ætla bara að setja þær inn sem færslur hér og þar og flokka þær í catagories. Þannig verður held ég ekkert erfitt að finna þær… nenni ekki að eiga tvo vefi. Er alltaf að gleyma passinu á uppskriftavefinn. sjííííííí… ég veit, gebba vesen á mér og ekkert svakalega gaman að copy/paste-a .. afhverju er ég alltaf með þetta vesen?

Ég bara verð…

Sælt veri fólkið. Nú get ég ekki orða bundist. Ég var eitthvað að skoða fréttasíður í dag og rakst á frétt þar sem Bubbi Morthens er að hóta því að hætta að gefa út tónlist vegna þess hversu miklu er dánlódað af hans efni. Einnig segir hann að ef maður leitar að Bubba á netinu má finna aðila sem eru að selja hans tónlist án þess að hann fái nokkuð fyrir það. Ég gerði óvísindalega könnun á þessu og notaði hina margfrægu Google leitarvél til þess. Einu söluaðilarnir sem komu upp við þá leit voru Tonlist.is og Tonlist.com sem er eini og sami aðilinn. Ég veit ekki betur nema sú sala fari fram með algjöru samþykki tónlistarmannsins. Bubbi segir að hann tapi tekjum af 500 – 2000 plötum af hverri útgáfu. Ekki ætla ég að þræta fyrir það. En af hverju má ekki reyna að nýta sér þetta? Mér finnst það vera merki um áhuga á ákveðnu efni ef fólk er að dánlóda því, sama hvort það eru bíómyndir, tölvuleikir eða tónlist.

Persónulega finnst mér að listamenn mættu, til þess að reyna að stemma stigu við ólöglegu dánlódi, gera efnið sem þeir gefa út eigulegra. U2 er á réttri leið hvað það varðar. Nýja platan þeirra er til í 3 útgáfum minnir mig. Dýrasta útgáfan er dvd diskur sem inniheldur stuttmynd, plakat með þeim félögum, bók með myndum og texta og náttúrulega platan sjálf. Mjög svo eigulegur pakki sem kostaði mig rúmar 6000 isk og ekki sá ég eftir krónu þar. Svo hafa hljómsveitir eins og Radiohead farið þá leið með eina plötu að leyfa fólki að sækja hana endurgjaldslaust og leyfa fólki að ráða hvað það borgar fyrir eintakið. Kom í ljós að heilmikill fjöldi ákvað að borga fyrir plötuna og seldu þeir þrjár milljónir platna fyrsta árið. Einnig kom í ljós að sumir ákváðu að borga meira þar sem ágóði rann beint til Radiohead en ekki til stórra útgefenda. Þetta er hlutur sem mætti hæglega taka í gagnið hérna á Íslandi.

Af hverju er ekki hægt að fara á Bubbi.is og kaupa þar allar hans plötur fyrir sanngjarnt verð? Ég keypti til dæmis plötuna hans Jónasar Sigurðssonar, þar sem malbikið svífur mun ég dansa, á hans eigin síðu. Stuttu seinna fékk ég plötuna og fylgdi með handskrifaður miði með bankaupplýsingum. Jónas virðist hafa farið með plötuna sjálfur útá pósthús þar sem hann borgaði sjálfur undir plötuna og svo lagði ég inná hann. Verður ekki einfaldara. Hvað ætli sé málið? Eru menn eins og Bubbi bara fúlir á móti og nenna þessu ekki? Er þetta of mikið vesen fyrir menn eins og hann? Málið er að tímarnir eru að breytast. Eftirspurn eftir tónlist hefur sjaldan eða aldrei verið meiri sem sýnir sig vel í gróskunni hérna heima. Ef mönnum tekst að koma böndum á skráarskipti eins og torrent og þess háttar, þá munu menn koma með aðra aðferð til að dreifa efni sín á milli. Listamenn og þeir sem telja sig tapa á dánlódi, verða að gyrða sig í brók og reyna að finna aðferðir til að fá fólk til að kaupa efnið sitt, hvort sem það eru kvikmyndir eða tónlist. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef keypt tónlist á netinu með hljómsveitum sem ég hefði ekki kynnst ef ekki hefði verið fyrir skráarskipti. Menn mega ekki eingöngu einblína á slæmu hliðina. Ég er fullviss um að það sé hægt að finna flöt á þessu sem allir yrðu sáttir við.

Samfélagsmálin

Tveir dómar sem féllu sama dag.. 

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar sex hundruð þúsund krónur í miskabætur.

Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, eina milljón og fimmhundruð þúsund í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í málskostnað.

Sanngjarnt?

* * *

Annars er ég þokkalega hress.. soldið dösuð eftir páskafríið og fermingarveislurnar. Langar í sól og sumar.. allavega smá hita og engan snjó. Svo mega götusópararnir og ruslatínslu fólkið fara að láta til sín taka. Það má líka alveg fara að mála yfir þetta ógeðslega veggjakrot út um allan bæ. Reykjavík er skítug og sjoppuleg í dag…