Þegar ég var polli þá var oft farið til ömmu á Austurbrautinni um jólin. Jólasveinninn límdur í eldhúsgluggann, litli jólabærinn með ljósunum inní og snjónum fyrir utan, jólatréð með englahárinu, allt saman ómissandi hluti af jólunum. Að sjálfsögðu fékk maður svo allskyns kökur og nammi. Súkkulaðikökurnar eru sérstaklega eftirminnilegar enda dásamlega góðar. Mér skilst að… Continue reading Súkkulaðikökurnar hennar Hugrúnar ömmu
Category: uppskriftir
MATUR!!
Hæ. Við prófuðum nýtt fyrir svolitlu síðan og ákváðum að elda þetta aftur um helgina vegna þess að þetta er svo gott. Indverskur Butter Chicken Hér hafið þið uppskriftina, fengin beint frá ljufmeti.com Með þessu bökuðum við Naan brauð eða brauð brauð 🙂 http://allrecipes.com/recipe/14565/naan/ Allt saman var þetta sjúúúúklega gott 🙂
Kókoskúlurnar hennar mömmu
Þegar ég var polli, þá bjó mamma stundum til kókoskúlur fyrir jólin. Í minningunni er þetta ein mesta dásemd sem fór inn fyrir mínar varir á þeim tíma 🙂 En hérna á eftir kemur uppskriftin: Þetta þarftu: 3 dl haframjöl 2 dl sykur 2 msk kakó örlítið af vanilludropum 1 msk púðursykur 2 msk vanillusykur… Continue reading Kókoskúlurnar hennar mömmu
Jóla súkkulaðibitasmákökur
Set þessa uppskrift hingað inn fyrir hann Tedda mág minn. Hann alveg elskar þessar smákökur og ætlar að prófa að baka þær þessi jól. Vona samt að hann komi í heimsókn og fái sér allavega eina hjá mér líka. Þetta þarftu: 1/2 bolli lint smjör, 1/2 bolli sykur, 1/2 bolli púðursykur, 1 egg, 1 1/2… Continue reading Jóla súkkulaðibitasmákökur
Klessumöffins
Þessar verða sunnudagssyndin í dag. Ég bakaði þessar kökur fyrst handa systkinum mínum þegar ég bauð þeim til mín í hádegismat á afmælisdaginn minn. Langaði til að gefa þeim eitthvað æðislega gott og fallegt, en auðvelt og fljótlegt. Þetta var akkúrat það. Þetta þarftu: 100g smjör, 2 egg, 3 dl sykur, 1,5 dl hveiti, 1… Continue reading Klessumöffins
Dúnmjúkar bollur
Þetta þarftu: 500gr hveiti, 1 gerbréf, 3 dl mjólk, 80gr smjörlíki (eða olía í staðinn), 1 msk sykur og smá salt. Svona gerirðu: Bræðið smjörlíkið og setjið svo mjólkina saman við þegar það er bráðið. Setjið þetta í skál og blandið gerinu, sykrinum og smá salti við. Hellið hveiti smám saman útí og hrærið og hnoðið síðan… Continue reading Dúnmjúkar bollur
Mílanó kjúklingur
Þetta þarftu: 600-700 gr kjúklingur, nýmalaður pipar, salt, 2 brauðsneiðar, 1 sítróna, 4 msk nýrifinn parmesanostur, 1 tsk þurrkað óreganó, 1 egg, ólífuolía, 50 gr smjör, 4-5 velþroskaðir tómatar skornir í bita. Svona gerirðu: Leggðu bringurnar á bretti og legðu lófann á og skerðu hana í tvennt á þykktina. Leggðu yfir þær plast og berðu þær svolítið… Continue reading Mílanó kjúklingur
Kreólakjúklingur
Þetta þarftu: 1/2 dl hveiti, 2 msk sætt paprikuduft, saltogpipar, olía til steikingar, 1200gr kjúklingabitar, 2 msk smjör, 2 grænar eða rauðar paprikur, 1 stór laukur, 1 dl steinselja söxuð, 2 hvítlaukrif, 2 tsk karrý, 1/2 tsk múskat, 1 dós tómatar, 1 dl kjúklingasoð, 3/4 dl rúsínur dökkar eða ljósar, 1 dl ristaðar og saxaðar… Continue reading Kreólakjúklingur
Pollo alla Romana
Eldaði svo dæmalaust dásamlegt í kvöld! Varð bara að skella því hingað inn á meðan ég man! Eldið þetta, þetta er mjöööög ljúffengt! Þetta þarftu: 1 stór kjúklingur, hlutaður niður í 8 hluta, ólífuolía, 100 gr sveppir, helst litlir, 1 lítill laukur skorinn í sneiðar, 2 hvítlauksgeirar, saxaðir, 1/2 græn paprika, 1/2 rauð paprika, 1/2 græn… Continue reading Pollo alla Romana
Eplakaka
Bakaði þessa eplaköku í dag. Þetta er auðvelda eplakakan hennar Kollu. Og þar sem við áttum einmitt þrjú epli sem voru við það að skemmast þá ákvað ég að skella í þessa og heppnaðist hún svona líka vel! Akkúrat það sem þurfti til að ná mér aðeins upp eftir vonbrigðin yfir því að Íslendingar létu… Continue reading Eplakaka