Kreólakjúklingur

Þetta þarftu: 1/2 dl hveiti, 2 msk sætt paprikuduft, saltogpipar, olía til steikingar, 1200gr kjúklingabitar, 2 msk smjör, 2 grænar eða rauðar paprikur, 1 stór laukur, 1 dl steinselja söxuð, 2 hvítlaukrif, 2 tsk karrý, 1/2 tsk múskat, 1 dós tómatar, 1 dl kjúklingasoð, 3/4 dl rúsínur dökkar eða ljósar, 1 dl ristaðar og saxaðar möndlur.

Svona gerirðu:  Hitið ofninn í 180°C. Blandið hveiti, paprikudufti, salti og pipar saman í poka og setjið svo kjúklingabitana ofan í pokann og hristið vel saman. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjúklingabitana vel á báðum hliðum og raðið svo í eldfast mót. Setjið smjörið á pönnuna og steikið lauk og papriku við vægan hita svo það verði meyrt í sirka 5 mínútur. Setjið því næst hvítlaukinn og steinseljuna útí ásamt karrýi og múskati og blandið vel á pönnunni. Svo er tómtunum, kjúklingasoðinu og rúsínunum bætt við og látið malla í smá stund. Þessu er svo öllu hellt yfir kjúklinginn og skelllt inn í ofninn í 40-50 mínútur. Möndlurnar eru saxaðar og ristaðar á pönnu og dreift yfir kjúklinginn þegar hann er kominn út úr ofninum!

Kjúklingurinn á kafi í gumsi og á leiðinni inní ofninn
Kjúklingurinn á kafi í gumsi og á leiðinni inní ofninn
IMG_1760
Komið út úr ofninum og möndlurnar komnar yfir

Að lokum: Ég bar fram með þessu hrísgrjón og eflaust er gott að hafa nýbakað brauð og rauðvín. Öll fjölskyldan var mjög hrifin af þessum rétti. Ég notaði bara kjúklingaleggi því þeir eru vinsælastir hjá Hrafni mínum, svo gott að halda á og naga. Þetta rann ljúflega ofan í mannskapinn og verður pottþétt á borðum aftur! Og já.. þessi uppskrift er í Gestgjafablaðinu með bestu uppskriftum 2007.

Komið á diskinn minn!
Komið á diskinn minn!
Komið á diskinn hans Hrafns Tjörva
Komið á diskinn hans Hrafns Tjörva

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *