Monthly Archives: May 2007

the big three oh

æjá..
fertugsaldurinn nálgast á ógnarhraða! Að hugsa sér að ég sé að verða þrítug! Það er magnað afrek finnst mér. Afmælisveislan mín verður um helgina og ég er orðin mjög spennt. Enda ekki haldið uppá afmælið mitt síðan ég var bara 10 ára held ég, svei mér þá. Það gerir þetta allt ennþá skemmtilegra.. já og afmæliskjóllin minn sem ég er búin að kaup mér.. hann er algjört æði. Hlakka mjög mikið til að vera í honum. Ég hlakka líka til að hitta allt fólkið mitt sem kemur í heimsókn.. Það verður best :o)

æjá, gleymdi að segja frá því að ég setti inn nokkrar myndir teik a lúk !

Meiri bjór og límonaði!!

Heibb. Ekki alveg verið að nenna því að blogga uppá síðkastið. En hei…svona er þetta bara. Byrjaður í nýrri vinnu. Bluebird cargo er málið. Alveg frábær vinnustaður. Kominn með skrifstofu og svona. Ansi fínt. Og svo er kaffivél sem malar baunirnar og allt. Fæ mér alltaf starbucks bolla á morgnana. Gerist nú ekki mikið betra. Jájá…ég er bara í góðu tjútti. Stórafmæli framundan. Held að lesendur kúbbans viti alveg hvað ég er að tala um. Þá verður nú tvistað í kartöflumjöli og gott ef maður smassar ekki einni melónu á eldhúsgólfinu…

aaahhhhhhhhhh…

jæja, eru ekki allir hressir?

aaaaaahhhhhh.. ég er hress. er sko búin að vera óhress í meira en viku. Flensan, þið skiljið. Nú er ég orðin hress. Fór í pallatíma áðan með kollu. Drukknaði næstum í eigin hori en aaaaahhhhhhh hvað það var gott að hreyfa sig. Gufan var líka góð.
Afmælisveisluundirbúningurinn er kominn á fullt skrið. Það verður stuð að halda veislu. Ég hef eiginlega aldrei haldið veislu þannig að það fylgir mikill spenningur. Búin að kaupa mér meiraðsegja nýjan kjól og allt! Nú er ég semsagt stolltur eigandi kjóls.. og það er nú ekkert smáræði :o)

Rosa gaman í vinnunni líka. Farið að vera ansi mikið að gera og álagið eykst með hverjum deginum. En það er bara svo mikið stuð í vinnunni að það er bara í fínu lagi. Fékk vaktaplanið fyrir sumarið og það er bara uppa á ansi marga fiska. Er bara alltaf í fríi þegar ég vildi vera í fríi! Mjög gott
Fínt alveg hreint.

aaaaaahhhhh frí á morgun. Ég elska vikur með tveimur föstudögum :o)
áfram Bulls!