Monthly Archives: March 2006

Hangs

Sit hérna í kaffistofunni á bókhlöðunni, eða svona í jaðrinum. Er að drekka rándýrt kaffi. Lélega uppáhellinguá 100 kall. Fær mann til að meta mjög mikils flottu kaffivélina í Öskjunni, sem malar handa manni dýrindis kaffibolla og kostar bara klink, 20 kall. það er almennilegt kaffi. Nýmalað og rótsterkt. Beint í bollann. Meira að segja hægt að hita og þeyta mjólk út, algjör lúxus. Það fylgir ekki einusinni ábót á þessa okur eiturblöndu hérna í hlöðunni.. Eftir fjögurra tíma setu á þjódeildinni þá er þestta slæma kaffi samt kærkomið.. ég  var eins og Elli bróðir, að deyja úr geispi. 
Hef ekkert að segja. Er bara eiginlega að bíða eftir að Pétur verði búinn að vinna svo ég geti farið að sækja hann. Þá getum við farið að spá í hvað eigi að vera í matinn, svo eldað matinn og borðað hann. Fáum okkur svo kanski kaffibolla eftir matinn og kveikjum kanski á einhverjum kertaljósum. Ætli ég setjist svo ekki fyrir framan sjónvarpið, horfi með öðru auganu, hekli svolítið á meðan pétur brasar eitthvað í tölvunni.. æh, þetta er svona ótrúlega venjulegur dagur. 
Eruð þið ekki bara hress? Það hefur verið eitthvað svo lítið að gerast hérna á þessari síðu undanfarna daga, dræmar undirtektir. Ég er farin að halda að Svanfríður sé sú eina sem nennir að lesa þetta. Það er allt í lagi mín vegna, ég skrifa þetta aðallega fyrir mig hvort sem er..
Bið að heilsa ykkur / þér Svanfríður :o)
bleble

Árangur

Jahérna.. nú er ég sko stolt af sjálfri mér. Ég gat gleypt í mig fulla matskeið af þorskalýsi og kyngt. ÁN ÞESS að kúgast eða finnast það svakalega vont. Þetta hef ég ekki getað gert síðan ég var svona 10 ára gömul! Ég er meira að segja búin að ropa lýsisbragði en mér fannst það bara ekkert vont  :o)  
Ég er mjög ánægð með þennan árangur. Þetta sýnir greinileg merki þess að ég er orðin fullorðin. Loksins.

Bloggað af Dashboardinu

Tölvan mín yndisleg hefur fengið smá meikóver. Setti um helgina upp nýtt stýrikerfi á hana og heitir að Tiger. Mjög svalt stýrikerfi. Var samt dáldill klaufi við að bakka upp dótið mitt áður.. tapaði smá af gögnum. Ekki það mikilvægasta samt, heldur meira svona dót sem ég var búin að gleyma að væri þar sem það var eða fattaði ekki alveg að ég ætti (bla). Ég lifi það samt alveg af.. Það sem ég sé mest eftir er vídjóið sem ég tók af hljómsveitinni Antik á músíktilraununum síðasta þriðjudag. En það er svosem allt í lagi, ég tek bara nýtt vídjó á úrslitunum á föstudaginn!
Helgin fór semsagt að mestu leiti í allskyns tölvubras. Mér tókst samt líka að taka til í fataskápnum mínum. Hann er núna tómur. Vantar föt. Föt óskast. 

öppdeit

Jæja krakkar mínir, nú er mál að kynna nýjungar hérna á kúrbítnum.
Fyrst ber að nefna hið stórskemmtilega og mjögsvosniðuga myndablogg sem ég hef sett upp hjá mBloggi símans. Þið finnið það hérna til hægri á síðunni, undir kúrbítnum. Lítið komið en verður meira og meira.. Þar fyrir neðan getið þið augum litið hvaða stórgóða tónlist læðist ljúflega um í hlustum okkar í það og það skiptið. Stórskemmtileg og mjögsvosniðug nýjung þó ég segi sjálf frá
Næst ber að nefna nokkra nýja stórskemmtilega og mjögsvosniðuga tengla. Nokkur blessuð börn á barnalandi. Funheitan tengil á heimasíðu hinnar stórgóðu hljómsveitar ANTIK sem er að gera það gott um þessar mundir. Einnig er kominn tengill á hið stórgóða félag framhaldsnema í jarðvísindum við HÍ er nefnist Folda.
Af okkur er annars allt fínt að frétta og við bæði í góðu duddi..

….

Ef einhver skyldi ennþá vera í óvissunni, þá heitir nýi guðsonur minn Unnar Tjörvi. Á myndinni er hann með hinni guðmóður sinni, henni Kollu. Mér sýnist hann nú samt vera að kalla á mig á þessari mynd.. æh hann er svo yndislegur :o)