Árangur

Jahérna.. nú er ég sko stolt af sjálfri mér. Ég gat gleypt í mig fulla matskeið af þorskalýsi og kyngt. ÁN ÞESS að kúgast eða finnast það svakalega vont. Þetta hef ég ekki getað gert síðan ég var svona 10 ára gömul! Ég er meira að segja búin að ropa lýsisbragði en mér fannst það bara ekkert vont  :o)  
Ég er mjög ánægð með þennan árangur. Þetta sýnir greinileg merki þess að ég er orðin fullorðin. Loksins.

1 comment

  1. Nei andskotinn Heiða. Ef það að verða fullorðinn þýðir að ég þurfi að hætta að kúgast af lýsi þá verð ég barn af eilífu:)Ég tók flösku af lýsi hingað með mér út og læt strákinn drekka þetta og vorkenni honum alltaf óskaplega að þurfa að taka þetta. SVo mér þykir þú dugleg:)

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *