Monthly Archives: April 2011

Bumbu súkkulaðikakan

Dásamleg sunnudagskaka

Þetta þarftu: Í kökuna: 310gr sykur, 125gr lint smjör, 2 egg, 255gr hveiti, 1/2 tsk salt, 1 tsk lyftiduft, 1 tsk matarsódi, 3 msk gott kakó, 2 1/2 dl mjólk, 1 tsk vanilludropar. Í kremið: 1 egg, 340gr flórsykur, 3 msk kakó, 85gr brætt smjör, smá salt.

Svona gerirðu: Þeytið vel saman sykurinn, eggið og smjörið og blandið svo öllu hinu útí. Uppskriftin passar í eitt 26cm hringform eða litla skúffu. Bakið við 170°C í 30-40 mínútur. Stingið í miðju og tékkið á því hvort hún er tilbúin. þeytið vel flórsykurinn við eggið og smjörið. Smjörið má ekki vera heitt. blandið svo llu hinu saman við og hrærið vel. Setjið á kökuna þegar hún hefur kólnað.

Að lokum: Þessa guðdómlega kaka sló í gegn í Desember 2010-bumbu spjallgrúbbunni sem ég er í en uppskrftin er fengin frá einni af þeim dásamlegu konum sem eru þar með mér. Ég hef bakað kökuna tvisvar Í fyrsta skiptið í svona hringformi og skreytti með súkkulaðidropum, (tilefnið var ekkert.. ég bara varð að smakka því svo mikið bar búið að ræða þessa köku á spjallinu hehe ) og í annað skiptið þá gerði ég tvöfalda uppskrift og bakaði í stórri ofnskúffu fyrir tveggja ára afmælið hans Hrafns Tjörva. Úr varð alveg glæsileg afmæliskaka sem bæði börnin og fullorðnu afmælisgestirnir gæddu sér á með góðri lyst. Unaðslegt að hafa með þessari köku rjóma, unaðslegt alveg hreint! Mæli með henni, afur og aftur og aftur..

Hrafn Tjörvi blæs á tveggja ára afmæliskökuna sína