Crucio!!!

Nældi í seinasta eintakið á landinu af Harry Potter í gær, spúsu minni til mikillar ánægju. Svo lá nú beinast við að fara í bíó eftir bókarkaupin, þannig að við skelltum okkur á Harry Potter og Fönixreglan. Frábær mynd í alla staði. Mér finnst afskaplega gaman að fara á svona frábærar ævintýramyndir og fá að vera lítill strákkjáni í eina kvöldstund.

1 comment

  1. ég er alveg hjartanlega sammála þessu hjá þér… við erum einmitt búin að fara á þessa mynd og hún var alveg massa góð… nema það að við fórum á hana í Fjarðabíói sem er ekki alveg top of the line 😀 en engu að síður mar fékk sér popp og pepsi og fékk að að vera smástrákur í smá tíma 🙂

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *