Monthly Archives: February 2005

hellú..
ég er stödd í bókhlöðunni. nánartiltekið á fjórðu hæð í bás númer 165..
ég er að lesa um rannsóknarleiðangur sem vara farinn á vatnajökul árið 1932. í þeim leiðangri var meðal annars rannsakaður dalurinn minn..
ég er södd. fór á hamborgara búlluna í hádeginu með kollu sætu. fékk góðan hamborgara..
ég er ákveðin í að hafa pistilinn ekki lengri að sinni..

Já….ansi langt síðan maður hefur ritað hér. Mætti kannski segja að það væri einhver gúrkutíð í gangi. Sosum allt gott að frétta héðan úr selinu. Brynjar var hjá okkur um helgina. Hann var í skólaferð og gisti hjá okkur. Gaman að hafa hann hjá okkur. Og já…..haldiði að það eigi ekki bara að rífa 20 og eitthvað hús á laugaveginum!!!! Eigum við ekki bara að ganga alla leið og rífa bara miðbæinn eins og hann leggur sig og byggja aðra Smáralind (gæti heitið Bæjarlind) Já…..af hverju ekki segi ég nú bara…

það kemur mér ekki á óvart að pride and prejudice eftir jane austin var kosin rómantískasta ástarsagan.. þrátt fyrir að hún hafi komið út árið 1813. það sannar bara að rómantíkin er tímalaus. að vísu er kanski svolítið öðruvísi hvernig konur vilja láta koma fram við sig nú til dags. ég held að flestum konum þyki ekkert svakalega rómantískt að pabbi þeirra velji fyrir þær mannsefnið eftir því hversu mikið hann þénar ári.. en í þessari bók hennar austin giftast aðal kvenpersónurnar þeim sem þær eru ástfangnar.. en það vildi bara svo heppilega til að þeir voru ríkir líka. mér finnst þetta rómantísk bók, ekki bara út af ástum sögupersónanna heldur líka hvað hún er gamaldags.. svo er hann mr. darcy nú algjört æði.. ekki skrítið að hann colin firth skuli vera frægur. mér langar rosalega mikið að eignast bbc seríuna.. veit ekki alveg hvernig mér líst á bíómyndina sem á að fara að gera .. keira knightly á að leika elizabeth.. held mér finnist hún of mikið beibí og of mikil eldspýta.. ég meina.. það þarf að hafa þokkalega stór brjóst í þessa kjóla 🙂 svo þarf auðvitað darcy að vera sérstaklega flottur. matthew macfadyen á að leika hann.. veit ekki alveg hvernig mér líst á kauða.. hann er ekkert óviðjafnanlegur við fyrstu sýn..

hæ, ég er í skólanum. allt fínt að frétta. var lasin í gær 🙁 með mígreniskast og tilheyrandi ælupest.. alltaf jafn ljúft. ég tími ekki að kaupa mígrenispillurnar. þær eru rándýrar. allavega.. það er mikið að gera í skólanum og enginn tími fyrir mígreni. er að fara að redda mér loftmyndum og fleiri gögnum til að vinna í GIS og undirbúa GIS vinnuna alla.. ég er ekkert sérlega góð í GIS.. en það er skemmtilegt 🙂 sjáðið bara sjálf

gleðilegan bolludag 🙂

þetta er með uppáhalds dögunum mínum á árinu. kemur á svo frábærum tíma þegar einhvernveginn ekkert skemmtilegt er framundan, langt í páskafrí og sumarið. þá bara allt í einu kemur hann. skemmtilegt. ég er annars bara heima hjá mér þessa stundina og á að vera að gera verkefni en einhvernveginn dettu mér alltaf eitthvað annað í hug sem mér lýst betur á að vera að gera. eins og til dæmis að setja inn nýjar myndir á kúrbítinn. þetta eru allskonar myndir frá því í janúar, bara af hinu og þessu.

ekkert sérstakt í fréttum annars.. nema þetta helst.

Jæja….Loksins er kúrbíturinn kominn í loftið aftur, eftir mikið bras og vesen. Nenni ekki að fara útí þá sálma. Var að vinna á barnum í gær eftir dálitla hvíld frá því. Alveg ágætt bara. Ég var orðinn ansi þreyttur undir það síðasta. Þetta gekk sinn vanagang. Fólk drakk sig útúr hausnum á sér. Hressandi. Ég hitti þarna mann sem í sífellu reyndi að bjóða mér í krók. Ég lét nú ekki tilleiðast, en hann tilkynnti mér það að hann æfði nú ekki krók. Þá fór ég að velta því fyrir mér…hvernig æfir maður krók? Mér datt í hug að hann væri með gínu skrúfaða fasta við vegg og hún væri föst í svona krókstellingu (fólk verður að myndksreyta soldið núna) Jáneinei…kannski ekki. Var kominn heim um hálfsjö og var að skríða á fætur núna. Ætli maður fái sér ekki bollu eða tvær í dag. Hlakka til…