það kemur mér ekki á óvart að pride and prejudice eftir jane austin var kosin rómantískasta ástarsagan.. þrátt fyrir að hún hafi komið út árið 1813. það sannar bara að rómantíkin er tímalaus. að vísu er kanski svolítið öðruvísi hvernig konur vilja láta koma fram við sig nú til dags. ég held að flestum konum þyki ekkert svakalega rómantískt að pabbi þeirra velji fyrir þær mannsefnið eftir því hversu mikið hann þénar ári.. en í þessari bók hennar austin giftast aðal kvenpersónurnar þeim sem þær eru ástfangnar.. en það vildi bara svo heppilega til að þeir voru ríkir líka. mér finnst þetta rómantísk bók, ekki bara út af ástum sögupersónanna heldur líka hvað hún er gamaldags.. svo er hann mr. darcy nú algjört æði.. ekki skrítið að hann colin firth skuli vera frægur. mér langar rosalega mikið að eignast bbc seríuna.. veit ekki alveg hvernig mér líst á bíómyndina sem á að fara að gera .. keira knightly á að leika elizabeth.. held mér finnist hún of mikið beibí og of mikil eldspýta.. ég meina.. það þarf að hafa þokkalega stór brjóst í þessa kjóla 🙂 svo þarf auðvitað darcy að vera sérstaklega flottur. matthew macfadyen á að leika hann.. veit ekki alveg hvernig mér líst á kauða.. hann er ekkert óviðjafnanlegur við fyrstu sýn..

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *