Untitled

jahá.. það sést bara ekki inn um gluggann hjá nágrannanum, það er svo mikil þoka hérna í reykjavík. svaka hlýtt og notalegt samt. ég er löt í dag, svefnrútínan fór úr skorðum um helgina. einu sinni hefði það verið vegna sukks og svínarís en svo var ekki að þessu sinni. hef ekki sukkað og svinaríað í háa herrans tíð. mjög háa herrans tíð.
mikið er annars eivør pálsdóttir mögnuð söngkona. var að hlusta á nýju plötuna hennar, þar sem hún syngur á amk fjórum mismunandi tungumálum, og hún er alveg geggjuð. ég verð barasta að kaupa hana einhverntíma.. ég er allavega búin að setja hana á listann í hausnum á mér yfir allar plöturnar sem ég þarf að kaupa mér.. hann er orðinn ansi langur. ansi.

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *