Fiskréttur að hætti Lúlla Lauks

Gestakokkurinn er Tryggvi

Tryggvi Már í Suðurlandsferð vorið 1999

Þetta þarftu: Slatta af ýsu, lausa í roði og beinum, 1/2-1 lauk, 2 hvítlauksrif, túmat, rifinn ost, cajun krydd, ólívuolíu og eldfast mót. Borðist með hrísgrjónum og soya

Svona gerirðu: Skellir cajun kryddi á ýsuna bak og fyrir og lætur hana svo á botninn á mótinu.. Laukinn og hvítlaukinn í múlínexinn og í tætlur… sem dreifist yfir ýsuna. Svo er túmaturinn skorinn í skeiðar og lagður yfir … oggulítil ólífuolía yfir allt saman… og að lokum ostinum stráð yfir. heila klabbinu svo skellt í upphitaðann ofn á 175° í 10-15 mínútur og síðan er bara að gúffa í sig.

Að lokum: Lúmskt gott að sáldra steiktum lauk yfir þegar maður er búinn að fá sér á diskinn. Í indónesíu er t.d. steiktur laukur rosalega vinsæll með hrísgrjónum og eiginlega ómissandi eftir að maður kemst upp á lag með það. Hinsvegar er varhugavert að neyta mikið af þessum rétti fyrir mikilvæg mannamót… en hann virkar samt ágætlega við kvefi ;)

Enn að lokum: Þessi réttur er niðurstaða mikillar þróunarvinnu þar eð í fyrstu borðaði ég ekki hvítlauk og fannst ýsa vond, en Björt fannst laukur vondur… einhvernveginn þá kombinera hinsvegar öfgarnar svona hreint út sagt ágætlega saman :)
Kveðja frá Hollandi, Tryggvi Már gestakokkur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *