Örtrefjahanskinn

Ég fór í Bónus í gær að versla í kvöldmatinn. Ég var ekkert seint á ferðinni, klukkan var ekki nema rétt orðin fimm og ég bjóst nú ekki við því að það væri brjálað að gera. Það var rangur misskilningur. Ég þurfti að bíða í röð til að komast á kassa í nærri 40 mínútur. Allir fyrir framan mig (svona 15 manns) voru með stútfullar risakerrur! Ég fór í búðina til að kaupa kjúklingabringur (sem voru ekki til, þurfti aðkaupa hálfúrbeinuð læri í staðinn) og eitt eða tvennt í viðbót. Röðin mín hinsvegar var inn ganginn þar sem hreinlætisvörurnar voru og mér leiddist svo mikið í röðinni að ég keypti helling af drasli sem ég ætlaði sko allsekkert að kaupa. Til dæmis örtrefjahanska til að þurrka af með! Ef ég hefði ekki verið í þessari röð þá hefði ég aldrei í lífinu keypt örtrefjahanska! Hann kostaði 600 kall. Annsi dýr tuska verð ég að segja.. Ég held að þetta sé úthugsað hjá Jóhannesi. Hafa bara nokkra afgreiðslukassa opna svo raðirnar verði hrikalega langar. Þá hefur fók ekkert annað að gera en að fylla körfurnar af drasli á meðan það bíður. Ég hef sjaldan verið í eins vondu skapi eftir búðarferð og þegar ég kom heim eftir þessa. Nú er ég að fara að þrífa. Prófa örtrefjahanskann. Eins gott að ég noti þetta fyrst ég var að kaupa þetta.

1 comment

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *