Category Archives: hreyfing

Vúhú!

Ég og Glói vorum afskaplega dugleg í gær og skelltum okkur út að skokka. Ég er ekki búin að skokka neitt síðan ég missteig mig í áramótaskokkinu í Nesjunum síðasta gamlársdag. En núna horfir allt til betri vegar. Ég keypti mér sko nýja skokkskó sem eiga að vera alveg akkúrat skórnir fyrir minn lausa ökkla og mitt skrítna táberg. Svo eru þeir alveg mega gebba flottir.

Glói stóð sig einstaklega vel í sínu fyrsta skokki. Það er sko meira en að segja það að ætlast til þess af forvitnum hundi á gelgjuskeiðinu að hlaupa stilltur og prúður við lausan taum við hliðina á eiganda sínum. Sérstaklega á nýjum stað með fullt af nýjum lyktum, lausum hundum og helling af krökkum að leika. Einstaklega mikill snillingur hann Glói minn og skemmtilegur meðskokkari. Auðvitað var alveg skelfilegt veður, brjálað rok og él.. en við létum það sko ekkert á okkur fá, enda erum við náttúrulega Megas.

Vúhú!, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

brrrrr

Vangefið hvað það er kalt úti! Ég er búin að vera í vinnunni í hálftíma og mér er enn ekki orðið heitt. Ákvað því að ylja mér aðeins með því að pikka nokkur orð hér inn.

Vangefið hvað það er kalt!

Loksins er þessi janúar að verða búin. Égetsosvariða hann er búinn að vera mongó langur. Eftir afmælið hans Péturs og afmælisveisluna stórkostlegu hafa kuldi og blankheit sett mark sitt á dagana. Hlakka mjög mikið til að fá ferskan febrúar.

Afmælið hans Péturs var algjörlega toppurinn í þessum mánuði. Það var geggjað stuð í afmælisveislunni og hún heppnaðist eins og best verður á kosið. Við vorum með Méxíkóst þema. Mojito, Corona, Guacamole, Quasedillas, Fajitas, Salsa, El Guapo, Viva los amigos.. allan pakkann! Svo bara gítarspil og söngur og sjúkheit. Mjög skemmtilegt. Greyis þið fáu sem ekki gátuð komist.

Svo erum við búin að fá nýja útihurð. Svonna eldvarnarhurð. Mjög massív og flott. Smá límlykt og iðnaðarmannavesen, en ekkert svo.  Mjög gott að það sé búið að skipta um hurð núna í þessu kuldakasti því gamla var mjög óþétt.. var alltaf svona úúúúúú í vindinum. Svona úúúúúúúú gerir allt veður kaldara en það er.

hmm… eigum við að segja þetta gott? Mér er alveg að hitna, búin að drekka stóran kaffisopa og pikka þetta rosalega hratt þannig að mér er alveg að verða heitt. Er að hlusta á The National, nýjustu plötuna þeirra Boxer. Er  búin að ætla að hlusta á hana ansi lengi en var bara ekki búin að næla mér í hana fyrr en nú. Hún ofar bara góðu held ég. Rennur ljúflega. Fín svona vinnuhlustun.

Annars er ég á leiðinni í ræktina á eftir. Ekki veitir af. Er búin að slá ansi slöku við uppá síðkastið, sem er ekki nógu gott. Háværar kvartanir farnar að heyrast úr fataskápnum frá pilsum og buxum sem eru í lítilli notkun þessa daganna vegnar smæðar sinnar. Ég hef svosem ágætar afsakanir, en hver nennir að heyra þær? Nú verður bara tekið á því.

Hvað er annars með þetta súkkulaði út um allt?? It’s coming right for us!

HB