Vúhú!

Ég og Glói vorum afskaplega dugleg í gær og skelltum okkur út að skokka. Ég er ekki búin að skokka neitt síðan ég missteig mig í áramótaskokkinu í Nesjunum síðasta gamlársdag. En núna horfir allt til betri vegar. Ég keypti mér sko nýja skokkskó sem eiga að vera alveg akkúrat skórnir fyrir minn lausa ökkla og mitt skrítna táberg. Svo eru þeir alveg mega gebba flottir.

Glói stóð sig einstaklega vel í sínu fyrsta skokki. Það er sko meira en að segja það að ætlast til þess af forvitnum hundi á gelgjuskeiðinu að hlaupa stilltur og prúður við lausan taum við hliðina á eiganda sínum. Sérstaklega á nýjum stað með fullt af nýjum lyktum, lausum hundum og helling af krökkum að leika. Einstaklega mikill snillingur hann Glói minn og skemmtilegur meðskokkari. Auðvitað var alveg skelfilegt veður, brjálað rok og él.. en við létum það sko ekkert á okkur fá, enda erum við náttúrulega Megas.

Vúhú!, originally uploaded by kúrbítur púnktur net.

7 thoughts on “Vúhú!

  1. dugleg stelpa!!!Ég er líka byrjuð að skokka. Fyrsti apríl er neflilega besti dagur ársins til að byrja að skokka, virkaði svo vel í fyrra.

  2. já Pétur, við erum sætust 🙂

    Hrafnhildur við verðum þá að skoka eitthvað saman bráðum, er það ekki?

  3. Til hamingju með nýju skóna. Ég á svona skó og þeir eru æðislegir, einmitt svo góðir fyrir fötluðu hnén mín og ökkla. Ég verð að fara að drífa mig í útiskokkið, það er klárt

  4. Jú eigum við að fara saman í næstu viku?? Til er ég, formið er ekki alveg eins gott og síðasta sumar en við verðum fljótar að jafna okkur á því og verðum farnar að hlaupa eins og vindurinn áður en við vitum af.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *