Monthly Archives: March 2008

Heima er best

Nú sitjum við tvö alein í sófanum ég og Glói. Já hann má stundum kúra hjá mér í sófanum.. bara stundum. Hann er bara svo hlýr og ómótstæðilegur, hvað get ég sagt? Pétur er ekki heima, hann er í skólanum. Fyrsti dagurinn í dag. Verður spennandi að heyra hvernig honum lýst á.

* * *

Búið að vera mjög mikið að gera í vinnunni minni undanfarna daga. Mikið búið að ganga á í verkefninu sem ég er að vinna að. Verið að klára skýrslu og undirbúa frekari samninga og sækja um rannsóknarleyfi og endalaust bara. Verkkaupinn í heimsókn og samstarfsmenn og endalausir fundir. Mjög mikið stuð og mikið stress. Einhvernveginn æxlaðist það þannig að allt á að klárast fyrir páska.. þá er bara að gefa í. Það fylgja þessu auðvitað allskonar bónusar. Í dag borðaði ég tildæmis frábæran hádegismat á hlaðborðinu á Vox og borgaði ekki krónu fyrir.. Alltaf gaman að svoleiðis.

* * *

Á föstudaginn síðasta fórum við skötuhjúin í leikhús. Sáum Kommúnuna sem Vesturport setur upp á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Einn af mínum uppáhalds leikurum er í sýningunni, Gael García Bernal. Hann er ó svo frábær. Reyndar voru allir leikararnir í sýningunni frábærir. Ólafur Darri og Nína Dögg þá sérstaklega fannst mér. Æ það er bara alltaf svo æðislegt í leikhúsi. Það er svo spennandi og lifandi og rómó. Algjört æði. Við erum strax farin að svipast um eftir næstu sýningu til að fara á enda er markmiðið að fara sem oftast í leikhús á þessu ári.

* * *

Svo eru páskarnir bara að nálgast! og FERMINGARNAR! Þetta árið ætla að fermast mínir frábæru systrasynir, Eiður og Gísli, og líka minn frábæri mágur, Heimir Konráð. Þannig að það er nóg að gera í veisluhöldunum í okkar fjölskyldu á næstunni. Party on! Annars væri ég alveg til í að kíkja heim í góða loftið um páskana..

* * *

Glói er lagstur niður á gólf. Manni (hundi) verður svo svakalega heitt á að kúra svona í sófum..

Dagsdaglega..

Lífið snýst að mestu leyti um vinnuna þessa dagana hjá mér. Brjálað að gera þessa dagana og mikið að gerast í verkefninu sem ég er að vinna að. Er búin að vinna rúma þrjátíu tíma það sem af er vinnuvikunni. Sem mér finnst mikið.

* * *

Jahérna, ég er ótrúlega svöng. Hlakka til að fá heimsenda kjúklingapítu eftir smá stund.

Við nenntum ekki að elda. Það gerist ekki oft. Við eldum yfirleitt alltaf, á hverju kvöldi, kvöldmat handa okkur tveimur. Mörgum finnst það skrítið að við skulum nenna því, elda mat “bara” handa okkur tveimur. Mér finnst það ekkert skrítið. Mér finnst skrítnara að nenna ekki að elda og borða almennilegan mat. Kvölmatartíminn er eiginlega minn uppáhalds tími dagsins. Kanski vegna þess að ég borða alltaf með svo skemmtilegu fólki og svo góðan mat! held það bara :o)

* * *

Ef einhver er að velta fyrir sér hvort eitthvað hafi orðið úr keilumótinu sem rætt var í kommentum við einhverja færsluna hérna að neðan þá koma hér fréttir frá því: Haldið var wii-keilumót. Keppendur voru Heiða, Pétur og Teddi. Spilaðir voru þrír leikir. Ótvíræður sigurvegari mótisins var engin önnur en.. Ég sjálf! … sem var eins gott eftir allar yfirlýsingarnar hehe.