Dagsdaglega..

Lífið snýst að mestu leyti um vinnuna þessa dagana hjá mér. Brjálað að gera þessa dagana og mikið að gerast í verkefninu sem ég er að vinna að. Er búin að vinna rúma þrjátíu tíma það sem af er vinnuvikunni. Sem mér finnst mikið.

* * *

Jahérna, ég er ótrúlega svöng. Hlakka til að fá heimsenda kjúklingapítu eftir smá stund.

Við nenntum ekki að elda. Það gerist ekki oft. Við eldum yfirleitt alltaf, á hverju kvöldi, kvöldmat handa okkur tveimur. Mörgum finnst það skrítið að við skulum nenna því, elda mat “bara” handa okkur tveimur. Mér finnst það ekkert skrítið. Mér finnst skrítnara að nenna ekki að elda og borða almennilegan mat. Kvölmatartíminn er eiginlega minn uppáhalds tími dagsins. Kanski vegna þess að ég borða alltaf með svo skemmtilegu fólki og svo góðan mat! held það bara :o)

* * *

Ef einhver er að velta fyrir sér hvort eitthvað hafi orðið úr keilumótinu sem rætt var í kommentum við einhverja færsluna hérna að neðan þá koma hér fréttir frá því: Haldið var wii-keilumót. Keppendur voru Heiða, Pétur og Teddi. Spilaðir voru þrír leikir. Ótvíræður sigurvegari mótisins var engin önnur en.. Ég sjálf! … sem var eins gott eftir allar yfirlýsingarnar hehe.

2 thoughts on “Dagsdaglega..

  1. Að elda er alveg málið 🙂 við gerum það mikið sjálf þó svo við séum bara 2 og svo einn bumbubúi.

    ástæðan fyrir sigri þínum er klárlega útaf fjarveru minni frá þessari keppni 😛 hehe djók

  2. Ég nenni sjaldnast að elda fyrir mig eina þegar ég er heima. En flesta daga vikuna elda ég annað hvort kvöldmat eða hádegismat fyrir 4-8 manns svo mig skortir ekki næringuna svo sem.
    Langar að flytja og fá almennilegt eldhús því þá yrði eldað þó ekki væri nema fyrir einn.

    Til hamingju með sigurinn. Ánægð með að þú hafir haldið uppi heiðri kvenkynsins 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *