Minningargrein

Ég man þegar ég fór og sótti þig. Ég skoðaði þig vel og vandlega og stóð í þeirri trú að enginn stæði þér framar. Ég hefði ekki getað haft meira rangt fyrir mér. Ekki leið á löngu þar til ég þurfti að fara moka peningum í þig. Það var nú ekkert varið í þig. Stundum þurfti ég að berja þig til að þú hrykkir í gang. Ófáar stundirnar sat ég og horfði á þig og viskuna sem vall úr þér, drakk ég í mig. Stundum nennti ég ekki að horfa á þig en einhvernveginn gat ekki slitið mig frá og sofnaði stundum beint fyrir framan þig.

 Þú varst hjá okkur í 4 ár, en ert kominn niðrí geymslu núna. Ætli þú endir svo ekki á haugunum. Svo fáum við okkur nýtt sjónvarp fljótlega.

1 comment

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *