Afrískur kjúlli

Gestakokkur – Helga Rún

Helga Rún er gestakokkur að þessu sinni. Hún sendi inn, alla leið frá Álaborg, þessa frábæru kjúklingauppskrift! Takk fyrir það :)

Þetta þarftu: 4-5 kjúklingabringur, 2 msk matarolíu til steikingar, 3 pressaða hvítlauksgeira, 2 saxaða lauka, ½ tsk salt, 5 tsk hot Curry Madras, 2 tsk cumin duft, 1 tsk paprikuduft, ¾ tsk kanil, 4 msk matarolíu, 2 msk púðursykur. Sósa: 1 dós niðursoðna tómata (nota vökvann), 6 msk soyasósu, 2 tsk edik, ½ tsk salt, 1 tsk pipar, 2 dósir hrein jógúrt (blandað út í í lokin) Meðlæti:4 msk kókosmjöl, 1 banani, rauðar og grænar paprikuræmur

Svona geririðu: Mýkja hvítlauk og lauk í olíu. Blanda þurra kryddinu saman við og hita vel með lauknum – ca. 1 min. Blanda 4 msk af olíu og 2 msk af púðursykri vel saman við. Láta í skál og kæla aðeins. Skera kjúklingabringur í strimla. Steikja á pönnu þar til kjötið er orðið hvítt að utan, blanda kjúklingi saman við kryddblönduna og láta bíða á meðan sósan er búin til. Þegar hún er búin til er öllu nema jógúrtinu blandað saman vel saman. kjúklingurinn er þá settur útí og hann látinn sjóða í 15 mínútur, jógúrtin er sett út í og látin sjóða með síðustu 5 mínúturnar. Meðlætið er gert þannig að þú ristar kókosmjölið á heitri og þurri pönnu og bætir svo bananabitum og paprikuræmum útá.

Að lokum: Með þessum rétti ber Helga Rún fram hrísgrjón og mango chutney. get ímyndað mér að þetta sé alveg Gebba gott.. namm kókos og bananar! Ótrúlega sneddí. Og nú þegar ég er búin að setja réttinn inn á þennan skemmtilega vef minn þá man ég pottþétt eftir að elda hann :)
Mér finnst að aðrir lesendur ættu að taka hana Helgu sér til fyrirmyndar og senda inn uppskriftir og hananú!

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *