Bloggandinn kom yfir mig

Hefur bloggandinn bara yfirgefið mig?
Það er von maður spyrji sig að því.. kúrbíturinn var farinn að sakna mín allsvakalega. Nú er ég aftur mætt. svonasvonakallinn..

Ég er bara eldhress. Mikið að gera í vinnunni, mikið að gera í ræktinni og mikið að gerast bara. Æðislegir páskar búnir. Stóri bróðir kominn og farinn. Sá hann aðeins bregða fyrir, ekki nærri nógu lengi samt en lítið er mun betra en ekki neitt. Frábær árshátið saumaklúbbsins er líka yfirstaðin. Ótrúlega skemmtileg og vel heppnuð. Frábær matur og frábær félagsskapur og allt bara mjög frábært. Eldhúsið bara eiginlega tilbúið, flísarnar komnar upp og fúgan í. það er bara orðið ó svo fínt eldhúsið mitt. Komið mjög fínt borðstofuborð inní stofu og fjórir fínir stólar. Svona lítið borð sem er hægt að stækka og láta fólk sitja og borða. ótrúlega sniðugt. Við prófuðum þetta um páskana. Elduðum pésakássu og bökuðum brauð og buðum Heimi, Konný, Heimi Konráð, Kristjáni Erni og Shahid Ómari í hádegismat. Það fengu allir sæti. Við sama borð. Mjög skemmtilegt!

Ég er nýkomin heim úr vinnunni. Er að fara að baka franska súkkulaðiköku til að taka með í vinnuna á morgun. Ég á víst að sjá um föstudagskaffið. Ótrúlegur þessi vinnustaður. Það eru endalausar kökur og súkkulaði og sætabrauð. Mjög gott og allt það. Samt frekar hvimleitt þegar maður er á lokasprettinum í kjörþyngdina. Hjálpar allavega ekki get ég sagt ykkur. Á morgun erum við líka að fara í vorgrill í nýju vinnuna hans Péturs og svo eru tónleikarnir sem ég er búin að vera að bíða eftir í margar vikur annað kvöld klukkan tíu. ígs! ég hlakka ótrúlega til…

tjá.. hey! sáuð þið Birki frænda minn framan á Blaðinu í gær! ótrúlega langflottastur :o)

2 comments

  1. Alveg glatað að ég gat ekki hitt hann Togga 🙁 er eiginlega svoldið fúll með þetta sko… ég hafði ekki tíma og hann sennilega ekki heldur ef ég tek mark á þessari bloggfærslu 🙂

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *