Þórukjúklingur

Gestakokkurinn er Unnur

Unnur, elskuleg vinkona Kúrbítsins, var svo góð að senda okkur þessa frábæru uppskrift og er því viðbót í kúrbítsins flokk frábærra Gestakokka.

Eldhressar í Þórsmörk haustið 1998

Þetta þarftu: Kjúklingabringur hmm segjum svona 4 – 5, rétt tæplega flaska af Hunts BBQ sósu, einn peli rjómi – matreiðslurjómi ótrúlega friendly kostur, dass af pipar, dass af salti, rúmlega dass af karrý.

Svona gerum við: Skerið bringurnar í ræmur, bita, þríhyrninga eða hvað sem ykkur finnst best og setjið í eldfast mót. Hitið saman BBQ, rjómann og kryddið – hellið yfir og hitið í ca 45 mín við 180°.

Að lokum: Hæ elskurnar ….. ég bara varð að henda inn uppskrift af “Þórukjúklingi”. Þóra er sem sagt kona sem bjó við hliðina á okkur í Ystabænum en dó langt fyrir aldur fram og kenndi mér þennan rétt sem er soldið spari – enda soldið af kaloríum ……. Gott með: Salat og hrísgrjón og að sjálfsögðu gott sætt hvítvín. Njótið vel og förum nú að finna okkur helgi í útilegu, fjallgöngu eða bara hitting með góðum mat og góðum veigum ….. Unns punns gestakokkur

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *