Fiskréttur sumarsins 2004

Þetta þarftu: 700gr ýsa, roðlaus og beinlaus, spínat, 1-2 græn epli eða jonagold, karrý, paprika, rækjur, rjómi, kúskús, kjúklingateningur, einhver grænmetisblanda (gott að nota einhverja wokblöndu eða bara saxa sjálf eitthvað niður)

Svona gerirðu: Hyljið botninn á álbakka með spínati og raðið fiskinum þar yfir. Kryddið fiskinn með karrý. Skerið svo eplið í báta og paprikuna i bita og dreifið yfir fiskinn, já og rækjunum líka. Hellið svo rjóma yfir alltsaman (samt ekki þannig að hann hylji alltsaman, bara svona temmilega mikið). Lokið svo álbakkanum með álpappír og skellið þessu á grillið þangað til fiskurinn er soðinn. Á meðan fiskurinn er á grillinu mýkið þá grænmetisblönduna í potti. Hellið svo vatni (250ml) yfir og setjið einn kjúklingatening útí. Setjið svo kúskús-ið útí (250gr) og hrærið og látið það drekka í sig vatnið. Borðið svo með fiskinum

Að lokum: Þetta er algjör snilld! Uppskriftin er sko upphaflega þannig að fiskurinn er grillaður í svona álpappírs böggum (einn skammtur í bagga) en mér (okkur pabba) finnst fínt að elda þetta svona í einum bakka og hafa kúskús með. Safinn/soðið af réttinum helst svo vel í og það er geggjað áð láta kúskúsið drekka í sig safann/soðið. Pabbi eldaði þetta svo oft þegar ég var fyrir austan sumarið 2004 og við bara fengum ekki nóg.. Einfalt, fjlótlegt og geggjað gott! HB

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *