Góðan dag!

Var komin á fætur fyrir allar aldir í morgunn eða klukkan hálf átta! það er þokkalega vel af sér vikið. Sérstaklega þegar maður spáir í það að ég þurfti ekki að mæta og stimpla mig inn neinstaðar. Get samt eiginlega ekki montað mig með góðri samvisku án þess að láta fylgja að Pétur var farinn á fætur klukkan rétt rúmlega fimm í morgunn. þannig að hann vinnur..

Ég er að fara að læra. Þarf að lesa fjórar greinar fyrir morgundaginn og helst að lesa líka greinarnar fjórar sem ég sleppti að lesa síðasta mánudag (því þá var ég að vinna). Svo þarf ég að fara að huga að ritgerð og klára eitt leiðinlegt verkefni. Þannig að það er nóg að gera hjá mér. Það var snjór úti þegar ég vaknaði í morgunn. fyrsti snjór vetrarins. það væri gaman ef við þyrftum ekki að fara að kaupa snjódekk á bílinn. það er alltaf eitthvað sem maður þarf að kaupa.. hafið það gott í dag :o)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *