Nick og Alessandro

Ég geri lítið annað þessa dagana en að hugsa um fótbolta og Nick Cave. Ég er orðin svo spennt fyrir þessum Nick Cave tónleikum að ég er bara að fara yfirum. Hlusta auðvitað eiginelga bara á hann og vellti í leiðinni fyrir mér hvaða lög hann eigi eftir að taka á tónleikunum, hvernig hann verði á sviðinu og svoleiðis. Úff þetta verður æði. Ég lifi semsagt í Nick Cave dagdraumi.
Þegar ég er ekki að hugsa um Nick Cave þá er ég að hugsa um fótbolta. HM nánar tiltekið. Er ennþá í sæluvímu eftir að Ítalirnir komust áfram í gær. Það var meiriháttar leikur. Sá að vísu ekki nema framlenginguna í beinni útsendingu en vá.. það var alveg nóg. Þvílíku mörkin! Ótrúlega er ég ánægð með minn mann Alessandro Del Piero… Það var sko alveg kominn tími á að hann skoraði. Og þvílíka markið!! fjúhh.. Það lá beint við að ég sat á gólfinu fyrir framan sjónvarpið og var að gæða mér á lasagne og rauðvíni á meðan snilldin átti sér stað. .
Núna sit ég bara í vinnunni og fylgist með leik Portúgala og Frakka á netinu. Eitt-núll fyrir frakka enn sem komið er.. Mér er alveg sama hver vinnur þennan leik. Vona samt að Portúgalir vinni því pabbi og mamma halda með þeim. Það yrði sérstök stemmningin á heimilinu ef Ítalir og Portúgalir myndu mætast í úrslitum………..

2 thoughts on “Nick og Alessandro

  1. frakkahelvíti, þetta fær maður í þakkir fyrir að sitja sveittur í tvö ár og læra þetta helvítis hrognamál :@

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *