Monthly Archives: April 2004

stutt frí

vá hvað það var nú fúlt að þurfa að fara í vinnuna í dag.. ég var sko ekki tilbúin að slútta páskafríinu! ég er sem sagt í vinnunni, jibbí.. það er stuð.. eða ekki. í kvöld þá ætlum við að hittast öll nema elías, semsagt ég, hrafnhildur, kolla og þorgrímur og auðvitað makar og börn. tilefnið er að á morgunn fara þorgrímur og chloe til belgíu og við sjáum þau ekki aftur fyrr en í lok ágúst. þannig að þetta verður svona bittersweet kvöldstund.. æ hvað ég á eftir að sakna þeirra mikið.

Gleðilega Páska!!

Vaknaði í morgun og fór að leita að páskaegginu mínu. Fann það eftir stutta leit einfaldlega vegna þess að íbúðin okkar er ekki stór. Málshátturinn minn hljóðaði svona : “Seint er afglapa að snotra” Snotra stendur fyrir vitka. Þetta er magnað alveg hreint. Gaman að fá málshætti sem maður skilur lítið sem ekkert í. En engu að síður bragðast eggið vel og innihaldið er ekki slæmt heldur. Ég vona að allir eigi gleðilega páska í faðmi fjölskyldunnar og éti sem mest af súkkulaði.

Ahhh…frí. Það er svo mikil snilld þegar maður á frí svona í nokkra daga. Að vísu þarf ég soldið að vinna í páskafríinu en það er allt í lagi. Vinnan göfgar manninn. Eða eitthvað soleis. Núna er framundan að fá sér hressandi morgunverð og kannski fer ég að fordæmi Bjössa gössa og fæ mér kaffitár. Það hressir. Ætli maður slaki ekki bara á í dag. Kíki kannski aðeins út að spóka mig með frúnna uppá arminn. Hafið það gott…

Jæja…Langt síðan ég hef bloggað eitthvað hérna. Ástæðan er kannski sú að ég hef mikið verið að vinna við að koma þessu drasli í gang eftir að við fengum okkur ADSL. Það tók tíma sinn vegna þess að serverinn var ekki að samþykkja módemið sem við fengum. Endaði með því að serverinn er keyrður á Windows 2000 Professional en ekki XP Pro eins og áður. En hvað um það…Djöfull eru Bandaríkjamenn búnir að skíta upp á bak þarna í Írak. Þeir eru búnir að hrauna leeeeengst uppá bak. Þarna verður aldrei friður. Allavega ekki á meðan Bandaríkjamenn eru þarna. Núna eru páskarnir að koma. Það er stuð. Páskaeggjaát og góður matur. Það er bara gott. Eníveis…síjúaránd.

flokkedí flokk

ég of pétur flokkum rusl að vissu marki. við flokkum flöskur, dósir, dagblöð og tímarit, fernur og rafhlöður svo eitthvað sé nefnt. við gætum auðvitað gert betur, en það sem helst hamlar því er plássleysi. það er svo lítið pláss í eldhúsinu okkar fyrir fleiri ruslatunnur. í morgunn rölti ég eins og svo oft áður með fernur og dagblöð í þartilgerðan gám. umgengnin í kring um þennan gám er oft fáránleg. dagblaðagámurinn hefur greinilega verið troðfullur nýlega því fólk hafði staflað pokum fullum af dagblöðum allt í kring um gáminn og þegar ég setti fernurnar í fernugáminn þá var í honum hellingur af dagblöðum. til hvers er fólk að flokka rusl ef það blandar því svo bara aftur saman eða skilur það eftir úti á götu og lætur það fjúka út um allt? svona fólk á ekki að reyna að vera umhverfisvænt, það fattar greinilega ekki pointið og gerir bara illt verra..

góðir hálsar..

nú erum við komin með adsl tengingu í staðin fyrir örbylgjutenginguna sem við höfum haft. vegna þessara umskipta hefur kúrbíturinn ýmist legið niðri eða verið í einhverju fokki síðustu daga. en nú er allt fallið aftur í ljúfa löð (eða segir maður það ekki?) og fastagestir kúrbítsins geta því andað léttar. fjúhh…

annars er allt fínt af okkur að frétta. brúðkaupið á laugardaginn var mjög skemmtilegt. þau eru orðin hjón og kyssast vonandi upp á títuprjón til æviloka eins og í öllum almennilegum ævintýrum. þetta var alltsaman alveg æðislegt.. snilldar matur, skemmtilegt fólk og mikið tjútt.

annars vildi ég benda ykkur á eina merkilega síðu, poppland, hún er skemmtilega að skoða fyrir þá sem vilja fylgjast með hvað er að gerast í tónlistarslífinu hér á landi.. svo er líka hægt að hlusta á allskonar skemmtilegt..

l8ter..