Monthly Archives: July 2004

mér er kalt. ég er rennandi blaut, drulluskítug. Ég var að stíga upp úr skurði þar sem ég var að grafa jarðvegssnið í grenjandi rigningu. Þetta var erfitt. Glósurnar mínar eru allar í leðju og blöðin rennandi blaut. Ég datt oft, rann í leðju, sökk í skurðinn, festi stígvélin. Skolaði mig svo í Míganda. Keyrði á skirfstofuna, kveikti á kerti, fékk mér kaffi og súkkulaði og hreinskrifaði glósurnar. Í dag er ég mjög ánægð með að hafa valið mér jarðvísindi..

það er mikið andleysi í mér í dag.. ég get ekki einbeitt mér í vinnunni og er alltaf farin að gera eitthverja tóma vitleysu. ég er gleymin. ég er þreytt. Ég ætlaði að fara til reykjavíkur um helgina, en það verður líklega ekki úr því. ég var farin að hlakka mikið til að leggjast upp í rúmið mitt, heima hjá mér. það jafnast ekkert á við að vera heima hjá sér. ekki það að það fari eitthvað illa um mig í hraunhólnum, aldeilis ekki.. mikil ósköp. í gær eldaði pabbi lasagne og bakaði brauð með. svo bauð hann upp á ískalt og svalandi rósavín meððí.. fjúhh!

æh.. ég verð að reyna að gera eitthvað 😐

einhvernveginn finnst mér erfiðara að blogga á sumrin.. ekki það að ég sé ekki alltaf fyrir framan tölvuna, það er bara einhvernveginn ekki eins mikil bloggstemning yfir mér..

það er allt fínt að frétta.. búið að vera fínt veður, pallaveður.. ég var með slæmt mígreni í gær.. er betri í dag. keypti mér mígrenispillur fyrir 4455 krónur áðan, 6 stykki.. iss, þetta er bara gefins!

jájá..

Jæja…þá er Humarhátíðin búin. Hún var ágæt. Leiðinlegar hljómsveitir en hvað er nýtt? Mér tókst nú samt að slasa mig. Alltaf hressandi að detta á rassgatið oní skipalest. Það held ég. Ég hefði nú frekar þegið að vera á Metallicu. Það hefur ábyggilega verið geðveikt. Ég fer bara seinna á þá. Bara þegar maður fer út eða eitthvað. Eða ég hringi bara í James Hetfield. Með hann á speeddial hjá mér. Hafiði heyrt þetta með tölvukubbana sem á að reyna að setja í alla fólksbíla? Ritar niður hraða og þá verður bara hægt að sekta menn aftur í tímann fyrir hraðakstur!!!!! Hvað er að gerast hérna?!?!?! Endar með því að það verður sett myndavél í hausinn og rassgatið á manni til að fylgjast með.

Hæ,

þá eru prtúgalarnir(galirnir.. allavega galin í portúgal) komin heim. Ekkert smá gott að það sé komið fleira fólk í Hraunhólinn. Það er ekki holt fyrir mann (mig) að vera lengi ein í svona stóru húsi. ég var farin að tala við kóngulærnar og myndirnar á veggnum. Þau gáfu mér helling af gotteríi og tvo fína dúka og tösku.. ekkert smá fallega gert af þeim. maður getur sko alltaf á sig dúkum bætt (ha, mamma? ;). Ég tók mér frí í gær í vinnunni.. sem betur fer þvíég fékk tvær heimsóknir. Matta og Tómas Orri kíktu við í kaffi og líka Óli frændi minn og kærastan hans. Það var óvænt ánægja. ég hitti hann svo svakalega sjaldan, enda á hann heima í Norge. Hann var svaka hress eins og alltaf og alltaf jafn gaman að spjalla við hann.

Svo var það fótboltinn.. ekkert smá góður leikur í gær. stemningin var líka góð enda komu portúgalarnir(galirnir?) með stemninguna með sér heim og það var hrópað af svölunum og fánar á lofti og allt. Portúgalir komnir áfram í úrslitin. kemur í ljós í kvöld hverjum þeir mæta.. verða það tékkarnir eða grikkirnir með hinn rómaða markmann, Nikopolidis, í broddi fylkingar.. verður gaman að sjá..

l8er