Monthly Archives: August 2004

Alveg magnað. Ég er að prófa nýjan vafra. Hann heitir hvorki meira né minna en mozilla firefox og er bara helvíti sniðugur. Mikið hægt að gera sem explorerinn gerir ekki. En hvað er annars að frétta? Mest lítið hérna megin. Rólegt að gera í akstrinum eins og er. Því miður. En hei…einn magnaðasti útvarpsþáttur allra tíma er á X -inu. Og þá er ég ekki að tala um tvíhöfða. Freysi er nebblega helvíti magnaður. Og ekki skemmir að hafa snillinga eins og Stjána stuð og Soffíu sætu. Alveg meiriháttar þáttur. Tékkið á honum. Jæja…best að halda áfram að lesa. Kominn með seinustu bókina eftir Dan Brown. Heitir Deception point. Lofar allsvakalega góðu.

Í dag á afmæli hún Chloe mágkona mín, hún er tvítug! Hún er ásamt Togga bró í Belgíu og eru þau öruggega að gera eitthvað svakalega skemmtilegt akkúrat núna 🙂

happy birthday Chloe!!!



Út í aðra sálma.. ég og Elías vorum að koma heim úr árangursríkri ferð á Mýrarnar, þar sem við grófum tvö glæsileg jarðvegsnið í glampandi sól og hita. Pabbi er að grilla borgara og á eftir fer ég að passa Tómas Orra krúsídúllu.. það verður æði 🙂

Græjufréttir

Ég var að kaupa mér svaka flottan usb lykil.. nú líður mér betur. Þetta eru nefnilega ekki beint traustvekjandi tölvur hér…

Bíllinn okkar góði er núna í Vélsmiðjunni að láta endurskoða sig.. svo verður hann þrifinn hátt og lágt og svo ekki söguna meir.. hann verður seldur greyið.. Í staðinn fáum við að láni gegn borgun glænýjan Hyundai Getz. Það er ekkert smá flottur bíll.. meiraðsegja með pæjuspegli bílsjóramegin!! þá get ég þokkalega varalitað mig á rauðu ljósi.. bíll sniðinn fyrir mig 🙂

Meira af græjum.. myndavélin okkar er ennþá á leiðinni til okkar frá ebay-landi.. get ekki beðið eftir að prófa hana, hún er ekkert smá flott!

Fleira er ekki í græjufréttum að sinni.. (enda nóg komið)

Bíð spenntur að komast á systkinamót hjá pabba. Bíð bara eftir að farið mitt komi. Ég er nebblega bíllaus. Sem er ekki gott. Þetta verður massa stuð. Rómaðir stuðboltar meðal þessara systkina.

Jæja….fór að sjá Shaun of the dead áðan. Scheise. All svaðalega fyndin mynd. Slatta ógeðsleg líka. En ég mæli alveg svaka mikið með henni. Hló mig máttlausan á köflum. Skellið ykkur á hana. Annars er allt búið að vera með kyrrum kjörum hérna. Ég er farinn að leysa af í svona aukatúrum núna. Hringt í mig og ég þarf kannski að fara bara eitthvað útá land. Voða spennó. Svo vorum við skötuhjúin að festa kaup á stafrænni myndavél. Kodak dx6490. Massa vél. Eigum bara eftir að fá hana. Keyptum hana á ebay. Núna heldur maður sér fast og vonar að allt gangi vel.

Já….þetta gengur svona. Bíllinn okkar virðist ekki gera annað þessa dagana en að bila. Það er nú alltaf gaman að moka peningum í bílskrjóð. Fórum á systkinamót (mömmumegin) í Freysnesi um helgina. Þar var mikið stuð. Komum á laugardeginum í flottu veðri og tjölduðum. Svo var farið í frisbí og fótbolta, grillað um kvöldið og kíkt á flugeldasýningu á Jökulsárlóni. Hún var svakaleg! Held að ég hafi bara aldrei séð annað eins. Svo vöknuðum við á sunnudagsmorgni í grenjandi rigningu. Svakalega notalegt að liggja í góðu tjaldi og hlusta á rigninguna. Svo var pakkað saman um hádegi og haldið heim. Svo var legið í leti á Hraunhólnum og lesið. Ég kláraði þriðju bókina eftir Dan Brown. Hún heitir Digital Fortress og er ROSALEG! Svo lentum við í svaka veislu á Hraunhólnum (Það er nú alltaf veisla þar) Við fengum grillað lamb, salat sem innihélt parmesan, feta ost, gúrku, tómata, ólívur, furuhnetur og eitthvað meira. Með þessu fengum við eitt besta rauðvín sem ég hef smakkað. Heitir held ég Laforet. Svo í eftirrétt voru grillaðir ávextir í svona bakka. Það var búið að strá belgísku súkkulaði yfir og svo kókusbollur líka. Alveg ótrúlega frábær matur. Hei já….svo má ekki gleyma púrtvíninu sem við fengum í fordrykk. Sandemans heitir það. Svona ljóst púrtvín. Svo eftir eftirréttnum, þá var Nesjakaffi. Og það hressti svo sannarlega!

Til hamingju með 10 ára afmælið elsku Eiður Tjörvi!! Húrra, húrra, húrra, húúrrrraaa!!!



Ég hef verið mikið á faraldsfæti síðustu daga. Á fimmtudaginn keyrði ég til Reykjavíkur með bílinn í viðgerð. Það var sérdeilis skemmtileg ferð. Bíllinn fór í viðgerð á föstudagsmorgunn og þegar hann var loksins búinn þá keyrði ég aftur til baka. vúbbí.. svaka stuð. Á Laugardaginn hins vegar þá fórum við á systkinamót í Freysnesi. Þar voru samankomin systkini mömmu hans Péturs og fjölskyldur þeirra og var mikið stuð. Á miðnætti á laugardag var ekið á Jökulsárlón þar sem við sáum alveg hreint magnaða flugeldasýningu sem ekki er hægt að lýsa með orðum. you had to be there. Við vöknuðum svo í grenjandi rigningu og roki á sunnudaginn, en sem betur fer vorum við í góðu tjaldi. Þegar við fórum á fætur voru allir búnir að pakka saman og á leiðinni heim.. þannig að við fórum líka. Síðan þá höfum við legið í leti hér á Hraunhóli 8, lesið, heklað, glápt og annað þvíumlíkt höfum við haft fyrir stafni. Nú stendur hinsvegar mikið til og eru mamma og pabbi búin að vera í allan dag að undirbúa þvílíka veislu sem til stendur í kvöld. Þvílíkar kræsingar og guðaveigar..