Monthly Archives: September 2004

jæja, kominn mánudagur.. haldiðasé? þetta var fín helgi og hún útlistast svona:

föstudagur: var með hálsbólgu og hausverk. elduðum pizzu, leigðum vídeó um kvöldið, myndina Gothicka. sá ekki mikið af henni, hélt fyrir augun mestallan tímann.

laugardagur: tókum til, fórum í ríkið og sóttum Unni vinkonu okkar. Horfðum á landsleikinn og drukkum bjór. grilluðum svo dýrindis lambakjöt í kvöldmatinn, drukkum hvítvín og horfðum á fasta liði eins og venjulega.. alla þættina. svo skáluðum við að sjálfsögðu fyrir honum Tryggva í Hollandi, en hann átti einmitt afmæli þennan dag.. til hamingju Tryggvi 🙂

sunnudagur: lágum í leti. ég stóð helst ekki upp úr sófanum. horfðum á tvær myndir, 50 first dates og freaky friday. ágætis froða.. mjög notalegur sunnudagur 🙂

Hvernig er það eiginlega……er ekki hægt að gera neitt þarna í miðausturlöndum án þess að einhverjir þurfi að drepast? IKEA, það ágæta fyrirtæki, ákvað að opna verslun í Sádí Arabíu. Þeir buðu uppá afsláttarmiða að upphæð 150 dollara. Þarna mættu hvorki meira né minna en 8000 manns sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar. Ekki vildi nú betur til en þegar IKEA opnaði, þá tróðust nokkrir undir og dóu. Hvað er málið? Ekki hægt að opna verslanir án þess að einhverjir drepist. Best að vera ekkert að opna verslanir þar. Maður þyrfti að fara í líkflutninga eftir opnunina. Maður má þakka fyrir að þetta fólk geti opnað mjólkufernu án þess að einhverjir láti lífið.

Lærdómur dagsins:

“Each generation has its own rendez-vous with the land, for despite our fee titles and claims of ownership, we are all brief tenants on this planet. By choice or default, we will carve out a land for our heirs. We can misuse the land and diminish the usefulness of resources, or we can create a world in which physical affluence and spiritual affluence go hand in hand”. (Stewart Udall)

jæja gott fólk.. við erum aðeins búin að vera uppfæra hérna á síðunni. Erum búin að breyta þessu og svo skellti ég inn einni góðri uppskrift sem aldeilis er búin að slá í gegn í sumar.. sannkallaður fiskréttur sumarsins 2004 ! það er líka aldrei að vita að ég skelli inn annarri uppskrift á eftir þegar ég er búin að fá mér eina brauðsneið með osti og te.. ég varð bara svöng á því að skoða þetta matargat

síðar..