Monthly Archives: December 2004

hæ,

Ég á að vera að læra fyrir próf, en nenni því ómögulega. Prófið er á laugardaginn. ég er búin að bíða og bíða eftir þessu prófi.. þoli ekki þegar maður þarf að bíða eftir prófum og hefur of langan tíma til að læra fyrir þau.. þá gerir maður ekki rassgat. Það er líka langt síðan ég hef lært fyrir próf án þess að hafa Unni með mér. Við vorum ansi góðar að finna okkur eitthvað annað að gera þegar við áttum að vera að læra fyrir próf.. fara í bóksöluna og kaupa okkur tússliti, marglituð blöð til að glósa á, marglitaða penna, borða.. nú er ég bara heima að læra og engin Unnur.. sem er skrítið.

Annars var ég í klippingu í morgun. Ég er algjör pæja 😀

Við skelltum okkur í Hagkaup í gær að kaupa í matinn. Það er nú ekki frásögu færandi nema hvað, það var kona á undan okkur á kassa sem verslaði sitt lítið af hverju og gerði sér lítið fyrir og bara gleymdi öllu sem hún verslaði og labbaði í burtu! Ég tók mig til og skokkaði á eftir henni og lét hana vita af þessu. Þetta fannst okkur Heiðu alveg hreint stórkostlegt. Ég meina, það er kannski í lagi að gleyma tannkreminu eða handsápunni, en að gleyma bara ÖLLU sem þú keyptir, er það ekki aðeins of mikið af hinu góða? Eins og að þetta sé nú ekki nóg, þá sá ég lítinn strák í Hagkaup sem var að ná sér í snakk. Ekki er það nú heldur frásögu færandi, nema hvað að snakkpokinn var jafnstór og krakkinn og það er engin lygi. Magnað alveg hreint!!

Búin með ritgerðina 😀

Þvílík sæla! ég var orðin ansi leið á henni. Ég held að vel hafi tekist til, sem er eins gott því þetta er próflaus kúrs og ritgerðin gildir svaka mikið af lokaeinkun. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í próflausum kúrs. Vissi reyndar ekki að hann væri próflaus fyrr en fyrir þremur vikum síðan.. jæja, ætla að fá mér morgunmat. það er ekki holt að blogga á fastandi maga.

góðan daginn hér. hvað segið þið? hvað er að gerast þarna úti? ég er bara hérna heima hjá mér daginn út og inn og er að skrifa ritgerð. ekki sérlega skemmtilegt. mig langar miklu frekar að vera að baka smákökur og gera jólakonfekt og eitthvað svoleiðis í góðum félagsskap. vildi að skólinn væri búinn. en það þýðir nú ekki að vera að tala um það..

ég var að borða hádegismat. fékk mér dýrindis ommilettu með skinku og osti. vá hvað hún var góð.. ég er að springa núna. úff. nei, nei.. ekkert að springa, bara södd. algjör óþarfi að ýkja svona.

Við erum að reyna að steikja kartöfluskífur frá Danefrost. Það er bara ekki að ganga. Vilja ekki steikjast. Þetta er alveg óþolandi. GETA ÞÆR EKKI BARA STEIKST!!?!?!?!?!?!?!?!? HA?!?!?

ég var að koma úr seinasta tímanum mínum þetta skólamisserið. húrra! nú er bara ein ritgerð og eitt próf eftir.. svo koma jólin. það er skemmtileg tilhugsun. En það verður nú ekkert mál að skrifa ritgerð og læra fyrir próf þegar ég get hlustað á nýja U2 diskinn minn 😀

Já….nýji U2 diskurinn er kominn í hús. Keyptum okkur pakka númer 3. Semsagt diskinn, dvd og bók. Algjör snilld. Erum að hlusta á hann es ví spík. Lofar rosalega góðu. Ekki við öðru að búast. Þetta eru snillingar. Á öðru plani en aðrir tónlistarmenn. Ef þið eigið ekki þennan disk, kaupið hann. Einnig verslaði ég Half life 2 sem ég bíð spenntur eftir að prófa. Hann á víst að vera snilld. Svo kíktum við í Bónus og versluðum fyrir litlar 15.000 krónur!!! Settum nýtt met í innkaupum. Þetta þykir kannski ekki mikið hjá stórfjölskyldum en við erum nú bara tvö. Já…..þetta hefur verið viðburðarríkur dagur. Áfram Chicago Bulls!!