Monthly Archives: January 2005

Það eru bara leiðindi í sjónvarpinu í kvöld. Þessi fokkings þáttur Taka 2, er ekkert nema leiðindi. Svona leikstjóraþvaður er ekki gaman að hlusta á. Annars er ég bara helvíti hress. Er orðinn nokkuð hress eftir að hafa verið með einhverja leiðindaflensu eins og allir. Magnað hvað flensan getur lagst á alveg ótrúlega marga í einu. Jájá….Hilmar Oddsson er hrútleiðinlegur.

aaahhhh!! smjatt, smjatt.. var að ljúka við morgunmatinn. ég borðaði staðgóðan og hollan morgunmat, skyr-búst með vanilluskyri banana, bláberjum og brómberjum. sljúrrb, svaka gott. mér finnst fyndið að borða brómber. þau eru svo skrítin. svo minna þau mig á smjattpatta.. en þetta var allavega gott búst. og ótrúlega fjólublátt 🙂

helgin var ágæt alveg hreint fyrir utan nokkra klukkutíma sem ég lá í mígreniskasti.. við pössuðum gísla og sunnu á laugardagskvöldið og fórum svo að horfa á köruboltamót á sunnudaginn þar sem eiður var að keppa. það var stórskemmtilegt og eiður auðvitað langflottastur! eftir það kom mígreniskastið og missti ég því miður af þessum merkilega handboltaleik á HM þar sem við björguðum okkur víst glæsilega frá því að vera rassskellt af tékkum.. ég vaknaði við það að balli bergs var gjörsamlega að sjóða uppúr yfir þessu stórglæsilega jafntefli okkar.. mætti halda að við hefðu verið að vinna úrslitaleikinn hann var svo æstur! teik a tjill pill mann..

í dag er það jöklafræðiverkefni og styrksumsókn sem liggur mér á hjarta..

enn og aftur er að koma helgi. tíminn líður aldeilis hratt! það verða rólegheitin sem verða ríkjandi þessa helgina.. ekkert svakalegt í bígerð.. eitt jöklafræði verkefni sem ég skil lítið í, það er uppfullt af einhverri stærðfræði og útreikningum.. mjög svo hressandi. en ég tek því nú rólega, hlýt að redda því.. þetta er búinn að vera hálf asnalegur dagur samt, ég er eitthvað voðalega hægvirk í hausnum í dag.. hægvirk í haus……..



ég er pakk pakk södd. ég eldaði dýrindis dýrindis pasta (sem við köllum bleika pastað) og það bragðaðist sérdeilsi sérdeilis prýðilega vel. uppskriftina er að finna í matargatinu.. svona pasta með kjúklingi og sólþurrkuðum tómötum og allskonar 🙂

Ég fór í skólann með nýju tölvuna mína í dag í fyrsta skiptið. það var svaka gaman. mér fannst ég vera algjör pæja með þessa pæjulegu tölvu. ég tengdist þráðlausa netinu alveg sjaálf og allt! annars er ekkert sérstakt að frétta.. nema náttúrulega helgin síðasta.. það var allt voða merkilegt og skemmtilegt. við lifum á því öllu örgglega eitthvað fram eftir vetri 🙂 ketsjúleiter

Góðan daginn hér. Magnaður dagur í gær. Kolla útskrifaðist, svo var lasagne veisla heima hjá Kollu, þar var mikið spjallað og gott rauðvín drukkið. Svo skelltum við okkur á Edith Piaf. Það er hreint stórkostleg sýning! Brynhildur (sem var með Kollu í bekk!!!!) var alveg mögnuð sem Edith. Ótrúlega góð söngkona og frábær leikkona. Eftir þessa mögnuðu sýningu fórum við á Næsta bar og ég komst að því að ég er orðinn háður Martini Bianco í klaka. Þarna sátum við í drykklanga stund (Get it?!?! Drykklanga stund?!?!) og spjölluðum og hlógum. Skemmtilegur endir á frábærum degi.

By the way….til hamingju ég.

Já….Við skelltum okkur í apple búðina á brautarholtinu og fjárfestum í ibook G4 combo. Djöfuls snilld er þessi vél. Alveg hreint ótrúlega auðvelt að setja hana upp. Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu. Tók ótrúlega stuttan tíma. Svo bjóst ég nú við að það yrði eitthvað vesen að fá netið til að virka í henni. En hvað gerðist? Tengdi crossover kapalinn og BINGÓ!!!! Netið komið og allar græjur. Ég held barasta að Macintosh sé málið…

jæja, nú er ég að pikka á nýju fínu iBook tölvuna mína.. sit bara í sófanum með tölvuna á hnjánum.. ekkert smá notalegt 🙂 við skruppum aðeins í appelbúðina í dag ég og pési og gengum út með þessa æðislegu tölvu. ég er í skýjunum! hún er svo fín!

Þetta er alltaf sama sagan.. það eru kominn 10. janúar og ég er enn ekki búin að fá einkunn úr einu prófi sem ég tók fyrir 22 dögum síðan. ég er að springa úr pirringi. arg.. arg.. arg.. hvernig væri að hysja upp um sig, bíta í skjaldarrendur og drífa í þessu þú þarna kennari! Æh.. fjúhh.. þetta losaði um smá ergelsi.. takk.

En annars er skólinn að fara á fullt aftur eftir jólafrí. Ég er að fara að leggja út í verkefnið mitt á fullum krafti og tek svo tvo kúrsa með. er jafnvel að spá í að bæta við einum kúrs í viðbót.. ekki það að mig vanti einingar, frekar að mig vanti smá kunnáttu.. en ég er ekki viss.. ætla að melta það aðeins. Það er alveg nóg að gera fyrir..

Annars gengur lífið sinn vanagang hérna hjá okkur.. Pési er í vinnunni.. kvefið mitt er að batna.. Kolla systir útskrifast næstu helgi og þá verður skoð stuð 😀