Monthly Archives: June 2005


það hefur verið lítið um svona hefðbundið skrifblogg á kúrbítnum að undanförnu. það er svona þegar maður verður upptekinn af nýrri tækni þá er svo gaman að prófa. Annars er búið að vera ansi gaman hjá okkur síðustu daga. búið að vera frábært veður í borginni. það er búið að ganga ágætlega hjá mér í skólanum í vikunni og ýmis vafaatriði að komast á hreint (loksins) og ég loksins búin að fá einkunninar mínar sem ég er mjög ánægð með. Sautjándinn var frábær enda ekki hægt annað en að skemmta sér í svona veðurblíðu. það er samt alltaf fúlt að missa af karmelluregninu í nesjunum…
eitt sem ég var að spá í. ætli það hafi bara verið veðrinu að kenna að það leið yfir fólkið í miðri ræðu forsætisráðherra í gær? kanski leið fólkið út af af leiðindum.. mér finnst halldór allavega ekki vera neitt sérlega hressilegur?!? en núna er það landsleikurinn.. við eigum eftir að rússssta þessum hvítrússsum.

Nusss….þvílíkt og annað eins veður hérna í Reykjavíkinni. Mælirinn okkar sýnir 26 gráður. Það er svaðalegt. Svo eru bara 5 – 6 gráður á Húsavík. Ekki alltaf jólin í Húsavíkinni.

Mig langar að þakka Amalíu fyrir að benda mér á lag með coldplay sem heitir fix you og er á nýju plötunni X & Y. Þetta lag er margslungið og frábærlega meiriháttar….