All posts by Heiða Björk

Raggi Bjarna!

Hæ…
Ég er heima í mígreniskasti. Brjálað að gera í vinnunni og ég því nett pirruð að þurfa að liggja heima með hausverk dauðans og æluna í kokinu.. Hvað er þá betra að gera en að skrifa smá pistil á kúrbítinn sinn? Ekkert. here goes..

Jólin eru að koma! jiminn, eruð þið að trúa þessu? Allt í einu eru bara jólin að koma. Þetta haust hefur liðið svo ótrúlega hratt að það hlýtur að vera heimsmet. Við erum samt ekkert að klikka á jólaundirbúningi hérna í kotinu. Hér er sko allt að gerast. Búið að kaupa allar jólagjafir sem fara út úr húsi og pakka þeim inn, búið að skrifa jólakort og senda (ég verð eiginlega að koma með smá innskot hér.. hvern haldið þið að ég hafi lent fyrir aftan í biðröðinni endalausu í pósthúsinu þegar ég var að fara með jólakortin?? jú.. Ragga Bjarna! dísús.. haldiðasé?? Það stytti biðina í biðröðinni heilmikið. Sönglaði í hausnum á mér allan tímann.. ‘flottur jakki, tvídd tvírílítvídd’ heheheh alveg mega) já og búið að baka súkkulaðibitasmákökurnar líka. Þær eru æðislegar svona ykkur að segja. Einstaklega vel heppnaðar. Er einmitt að bíta í eina núna… nammm… Ef það er eitthvað sem ætti að geta reddað mígreninu þá er það jólasúkkulaðibitasmákaka. Vonum það. Við erum líka búin að hengja upp jólaseríur, eina hvíta í stofunni og svo hundrað rauð ljós í eldhúsinu. Eldhúsið okkar er núna kallað amsterdam hehe. mmmmm þetta er geggjuð súkkulaðibitasmákaka!
Við erum líka búin að fara á ýmsar jólasamkomur síðustu dagana. Kolla mín bauð loksins til hins árlega aðventukaffis með tilheyrandi heitu súkkulaði og dúnmjúku bollum. Það var yndislegt. Teddi og Erna buðu okkur líka í vonandi héreftir árlegt jólakaffi með þvílíkum dýrindis jólabakstri að ég hef sjaldan séð annað eins. Þar hittum við líka hin systkini Péturs fyrir utan þann yngsta. það var rosa gaman. Gaman hvað bræður hans Péturs hafa krækt sér í einstaklega góðar konur :o) Nú já svo héldum við sjálf smá jóla matarboð og buðum til okkar Ismar og Özru og dætrum þeirra, Hönnu og Lejlu. Það var ótrúlega gaman, Grilluðum lambalæri (mjög jóló) og drukkum rauðvín. Glói var mjög kátur og fannst mjög gaman að leika við stelpurnar. Þær voru líka mjög hrifnar af honum.. enda ekki hægt annað!

Þannig var nú þessi pistill, nú er ég búin með smákökuna mína og eiginlega að fá meiri hausverk við að rýna á þennan tölvuskjá þannig að ég ætti nú kanski bara að leggja mig.. eða fá mér aðra smáköku. Allavega hætta að rýna á skjáinn.
Áður en ég hætti ætla ég samt að benda ykkur á leið til að gera gott fyrir jólin.. þetta.. og þetta.. það er svo gott að gefa.
Pís

geeeiiiiiiisssp

jisúsminneinasti hvað ég verð alltaf sybbin á þessum tíma dags.. Á tímabilinu eftir hádegismat og fyrir kaffi sé ég varla út um augun fyrir geip-tárum.
Spurning um að reyna að redda þessu með kaffi.. það bara virkar ekki baun. kanski ég þurfi barasta að fara í gönguferð eða eitthvað. Allavega fram í kaffistofu til að ná mér í kaffibolla.
Það er samt alveg mega gaman hjá okkur í vinnunni. Eins og þið getið glögglega séð hér. Botnlaust stuð segi ég.. botnlaust.

Teppelsi

Jámm.. við erum veðurteppt í Reykjavík. Ætluðum að bruna af stað til Hornafjarðar í dag eftir hádegið en þá var bara ófært og lokað og óveður og allskonar. Við erum ekki enn lögð af stað. Nenntum ekki að æða í eitthvað brjálæði í myrkrinu. Í staðinn ætlum við bara að tékka á ástandinu í fyrramálið og æða í brjálæðið og myrkrið vel útsofin. Við meikum það í afmælið hennar Matthildar í tæka tíð. Kúvahhh.. við förum í ammælið.

Ég notaði tímann í veðurteppelsinu og keypti mér partýdress. Pési var svo sniðugur að fá úborgað (og gaf að sjálfsögðu konunni sinni vasapening), þannig að ég bara skellti mér í verslunarleiðangur (okkur konum finnst það nefnilega svo æðislega skemmtilegt) á meðan Pétur fór og setti nýjar bremsur, rúðuþurrkur og lét smyrja bílinn (því karlar hafa svo mikinn áhuga á bílum eins og allir vita). Svo fengum við okkur kvöldmat á Serrano í Smáralindinni. Án efa besti skyndibitinn sem í boði er á landinu. Án efa! Algjör snilld! Líka besta guacamole sem hægt er að fá. Það er sko ekkert sparað í matinn á Serrano. Frábært hráefni og bara mongó gott!!

Var þetta ekki góð auglýsing hjá mér??

Núh.. í gærkvöldi fórum við Pési svo á aðventutónleika hjá Kvennakór Reykjavíkur. Kolla mín, sem deilir titlinum “besta og sætasta stórasystir fyrr og síðar með henni Hrafnhildi minni, er í kórnum og söng eins og engill og bar af öllum hinum konunum. Hún söng meiraðsegja eiginlega einsöng og stóð sig ótrúlega vel og var bara langflottust að öllu leiti. Ég hefði bara þurft að taka með mér vasaklút ég var svo montin litla systir!

Svo vil ég óska Pésanum til hamingju með leikinn, good game.. þú rústaðir þessum poppöpp! úje..

gúrkutíð?

Ég held nú síður.. bara eilítið upptekið fólk.
Ég var að prófa eitt í fyrradag þegar ég var heima hjá mér allan daginn með dúndrandi hausverk og illt í maganum og ekkert betra að gera. Þá prófaði ég að búa til myndaalbúm á .mac reikningbum mínum. Ég er með svona 60 daga prufukeyrslu á þessu og út af því að þetta kostar þá vildi ég athuga hvort þetta væri eitthvað sniðugt áður en ég borga. Viljið þið prófa? Lykilorðið er það sama og í hinu albúminu en notendanafnið er kurbitur.
Endilega allir að prófa og skoða nýjar myndir í leiðinni. Svo verðið þið þið að sjálfsögðu að segja hvort þetta sé að gera sig eða ekki. Ég meina.. það kostar $99.95 að skrá sig í ár fyrir 10gb blássi og allskonar aukadóti sem er mega sniðugt en samt ekki gefins skiljiði?

ræræræ

éggetsvosvariða… ekki ætla ég að fara að ræða mikið um þessa herra ísland keppni sem vill svo skemmtilega til að er í sjónvarpinu núna akkúrat á meðan ég er að bíða eftir að pétur og glói komi inn svo ég geti farið að sofa.. nú er herra ísland bara að baka pönnsur og roðfletta fisk. já og raða húsgögnum á sviðinu og leggja á borð í miðri tískusýningu. ji hvað þeir eru allir vel vaxaðir og appelsínugulir. Einn fór að skæla yfir titanic.. ég skil það vel. það var nú átakalegt þegar gömlu hjónin kúrðu sig í rúminu þegar dallurinn sökk. Sumir eru nú ansi góðir að baka pönnsur, það myndi ég nú líka segja að væru lágmarkskröfur til Herra Íslands.. svo ganga þeir líka allir í oroblu. greyin.. mér finnst þessir gaurar alltaf vera svo mikil grey. Fæ aldrei skilið hvað fær fólk til að taka þátt í svona.. hvorki stelpur né stráka. Þetta er svo ótrúlega öm..
á morgun er ég að fara að búa til konfekt… jess pési grallaraspói og glói litli vinur hans eru komnir in :o)